Þessi helgi átti að fara algjörlega fram austur í Skaftafelli, en vegna einstaklega lélegrar veðurspár var hætt við þá ferð og í staðinn vorum við eitthvað að gæla við hvað við ættum að gera af okkur.
Við sváfum nú bara vel lengi frameftir á laugardeginum en ákváðum að fara þó bara útí óveðrið og láta okkur hafa það að þvælast í lægðunum. Við Óðinn fórum sumsé á Skessuhornið en Addi ákvað að verða eftir í bænum því hann var að fara í einhverja grillveislu um kvöldið.
Veðrið lék sér skemmtilega að okkur, en við fengum að upplifa sól, rigningu, snjókomu, haglél, skafrenning, rok, logn, þoku, birtu, útsýni, skyggnisleysi og bara allt sem hægt er að upplifa nema eldingar held ég.
Ferðin var þó góð, en allur ís er farinn úr horninu og því var ekki eins þægilegt að komast uppá topp núna og það var síðast... ekki erfitt þó.
Valgerður Rúnarsdóttir skrifaði þann 07.06.2009 Klukkan 20:46
Það er hrein unun að lesa ferðasögurnar á síðunni og myndirnar alveg frábærar. Takk fyrir að deila þessu Guðmundur.