Því ekki að skreyta vegginn heima hjá sér eða í vinnunni með flottri ljósmynd af náttúru Íslands? Við elskum
fallega landið okkar og viljum endilega útvega fallegt prent verk til þín á góðu verði.
Hægt er að fá nær allar myndirnar á vefnum okkar
auk þeirra sem finnast á flickr síðum
Gumma, Óðins og Davíðs.
Algengasti frágangurinn á prentverki er prent á striga. Striginn er svo strekktur á tréramma svo myndin nær yfir hliðarnar. Myndin er síðan úðuð með glæru varnarefni sem ver myndina, hægt er að sleppa úðuninni sem gefur smá glans t.d. á svarthvítum myndum þegar flott er að hafa þær "mattar".
Önnur algeng leið er að líma prentið á álplötur og þá eru settir prófílar undir myndina bæði til að hengja myndinni uppi og einnig til að allstaðar sé jafn langt í vegginn (myndin hallar ekki fram).
Foam er líka hentugur kostur og ódýrari en álið, hægt er að setja límkróka aftaná foamið eða jafnvel álprófíla eins og á álplöturnar. Bæði á foamið og álið eru settar varnarfilmur, hægt er að fá mismunandi gljástig og eru hæstu gljástiginn mjög viðkvæm og þá sjást minnstu rispur en litirnir í myndinni verða rosalega "djúsí".
Smelltu á hafðu samband hér fyrr ofan til að fá frekari upplýsingar.