Við Addi fórum í ísklifur á laugardaginn. Ætluðum fyrst að fara í múlafjallið að klífa jafnvel Stíganda aftur, en þegar við komum þangað voru 3 klifrarar á leiðinni niður, enginn annar en Haraldur Örn var þarna á ferð með 2 félögum, Ingvari sem við hittum í Eilífsdal þegar litla ísklifurfestivalið var haldið þar, ásamt einum öðrum sem við þekktum ekki.
Þeir sögðu okkur frá því að ísinn væri orðinn mjög tæpur þarna á svæðinu og að þeir ætluðu inní Glymsgil, og buðu okkur að elta þá ef við vildum. Við vorum meira en til í það, enda aldrei komið þangað.
Það er mjög flott þarna innfrá, stuttur gangur frá bílastæði að gilinu og aðstæðurnar þarna voru alveg svona þokkalegar í þeim fáu leiðum sem voru í aðstæðum.
Við þökkum þremeningunum kærlega fyrir að hafa sýnt okkur svæðið, og ef einhver veit nöfnin á þessum leiðum sem eru þarna mætti sá hinn sami endilega commenta hér fyrir neðan á það.
Arnar Jónsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 09.04.2006 Klukkan 17:38
Vantar að bæta við að það sést aðeins þarna í Glym, hæsta foss Íslands í vetraraðstæðum, þarna á mynd 6 og 13, innst inní gilinu. Alveg hreint rosalega hár og glæsilegur. Þó var synd að við kommust ekki alveg upp að honum neðan frá til að skoða hann betur.
Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 09.04.2006 Klukkan 18:23
Jamm... og þetta verður síðasta fjallaferðin mín fyrir Íslandsmeistaramótið í hnefaleikum 21. og 22. apríl... nú taka boxæfingarnar algjörlega yfir þessar 2 vikur sem eru til stefnu!!! kveðja, Gummi St.