Nú hefur sá merki áfangi orðið að Þórhallur Ólafsson kláraði fyrstur manna alla tindanna í bók Ara Trausta Guðmundssonar og Péturs Þorleifssonar Íslensk fjöll, sem inniheldur leiðarlýsingar á 151 íslenskan tind. Lokaspretturinn hefur verið snarpur, harður og glæsilegur. En þann 17. júní nýttum við okkur tækifærið og gengum á Sauðhamastind, næstsíðasta toppinn! Helgina áður hafði Þórhallur farið með góðu gengi í ævintýraferð á Sunnutind og Jökulgilstinda þar í nágrenninu. Svo var farin frábær lokaganga á síðasta tindinn, Baulu í Borgarfirði þann 26. júní sem er í næstu grein.
Í þessum leiðangri voru Þórhallur Ólafsson, Jón Helgi Guðmundsson, Arnar Jónsson og Guðmundur Freyr Jónsson. Keyrðum austur á Illakamb, gengum niðurað og gistum í Múlaskála sem er mjög huggulegur fjallaskáli í rekstri Ferðafélags Austur-Skaftefellssýslu. Þar voru umsjónarmenn skálans sem tóku mjög vel á móti okkur og leist vel á verkefni Þórhalls og að hann væri alveg að ljúka við það.
Gangan sjálf gekk vel, mjög fallegt er að ferðast um þetta svæði og eru margar skemmtilegar gönguleiðir merktar og aðrar ómerktar. Litadýrðin er engu lík og mælum við tvímælalaust með því að gera sér ferð á þetta ótrúlega svæði.
Guðrún Geirsdóttir fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 01.07.2010 Klukkan 14:26
Stefni ásamt félögum þessa leið að ári. Frábærar myndir og ótrúlega falleg leið.