Tvíburagil - HFF2
Skelltum okkur aftur í Tvíburagil með Óðinn með okkur að klifra þessa frábæru leið sem við fórum um síðustu helgi og aðstæðurnar voru bara mjög góðar þetta skiptið! Vorum að hugsa um Ólympíska, en þar sem það var töluverður ís í henni ákváðum við að ráðast strax í Helvítis fokking fokk aftur, enda beint sólarljós og brjálaðar photo aðstæður.
Þetta var bara mjög þægilegur og skemmtilegur dagur, fórum svo aðeins að brölta í þakinu hægra megin við helvítið, en þar eru fínir möguleikar fyrir erfiðar mixleiðir. Þegar við vorum að klára komu Skabbi, Bjöggi og Robbi arkandi upp og réðust beint í Ólympíska.
Vildi bara henda þessu inn þar sem það komu þónokkrar ágætar myndir úr þessari ferð !
kv. Gummi St.
Myndir
Þín skoðun
AB
skrifaði þann 03.02.2009 Klukkan 23:41
Virkilega flottar myndir!
Gummi St.
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 05.02.2009 Klukkan 12:37
Takk fyrir það !
skrifa komment