4 metnaðarfullir fjallamenn fóru af stað á sunnudagsmorguninn 29. okt í skessulegan leiðangur. Við komum að bænum Horn, hittum bóndann þar á bæ og gengum frá honum yfir mýrarnar sem voru sem betur fer dáldið ísaðar. Þegar við nálguðumst fjallið skiptumst við í tvennt, þar sem Gummi, Addi og Óðinn fóru í aðeins tæknilegri leið en hefðbundna gönguleiðin uppá topp. Þórhallur fór hinsvegar rakleiðis gönguleiðina og var lang fyrstur upp.
Við fórum upp smá mixaða ísleið sem er ekkert mjög erfið eða há, en ísinn var samt ekki uppá marga millímetra, og aðallega bara svona snjóklifur. En við sigruðumst á skessunni og komumst allir uppá topp. Útsýnið þaðan er alveg geggjað, og greinilega mikið heimsótt fjall, enda fullt af sporum uppi á topp.
Dagin áður ætluðum við Þórhallur þangað upp, en þurftum frá að snúa og gengum á Arnarfell við Þingvallavatn í staðin.
Óðinn skrifaði þann 06.11.2006 Klukkan 09:48
Held það sé frekar við hæfi að kalla þetta glerjung en ís sem var þarna! Enda fengu axirnar mínar að finna ágætlega á berginu og þyrftu núna að komast í skerpingu! Þetta var líka frekar létt eins og þú segir svona eftir á að hyggja en alltaf óþægilegt að geta ekki tryggt sig almennilega, þ.e.a.s annars staðar en hjá VÍS ;)
Einar Japani fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 16.11.2006 Klukkan 03:58
flottar myndir, gaman að fylgjast með ykkur í þessu, haldið áfram að gera það gott á Íslandi.
Halldór skrifaði þann 21.11.2006 Klukkan 10:19
Glæsilegar myndir, spennandi viðfangsefni.