09.02.2009 - Ísklifur

Búahamrar

Undirbúningur f. ísklifurfestivalið á Bíldudal, Tvíburagili Búahömrum 8. febrúar 2009

Búahamrar voru enn einusinni heimsóttir af okkur, en þó klifruðum við 55° í þetta skiptið. Eftir það var farið yfir í tvíburagil þar sem múgur og margmenni voru að spreyta sig á glæsilegum mix-leiðum sem settar hafa verið þarna upp - allt frá M4 - M8.

Nýjar leiðir voru klifraðar og boltaðar þennan dag og verða þær skráðar á www.isalp.is en við notuðum tækifærið og reyndum við Síamstvíburann (M7+) fyrst Ívar var svo góður að klifra hana á undan okkur og koma fyrir tvistum, en við reyndum án árangurs eins og svo oft áður, þetta þýðir auðvitað bara að maður þarf að mæta oftar í klifurhúsið til að flexa r#&$vöðvanna :)
Andri var svo að frumklifra nýja leið sem hann er að vinna í og tók ég smá seríu af honum.

55° kom á óvart hvað skemmtanagildi hefur, ótrúlega skemmtileg leið, fórum í gegnum helli og eitthvað rugl, en alls ekki erfið, minnir að hún sé gráðuð WI3.

En allavega að þá eru myndirnar hér og svo er festivalið næstu helgi, en á fimmtudaginn ætlum við að leggja í'ann á Bíldudal þar sem basecamp verður, en þar í Ketildölum leynast víst nokkrar flottar skálar með íslínum.

Myndir


Þín skoðun

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu