18.03.2008 - Fjallamennska

Kristínartindar

2 Gummar fóru í leiðangur þessa geggjuðu góðveðurshelgi og ætluðu að ganga á skíðum inní Morsárdal með púlku, tjalda og sofa við Morsárjökul og ganga síðan á Skarðatind dagin eftir. En svo vildi til að snjólag var ekki nægilegt þannig að ákveðið var að fara í staðinn á Kristínartinda, enda mjög gott útsýni þaðan yfir Öræfajöulinn og inní Morsárdal/Kjósina til að taka myndir og skipuleggja næstu ferðir.

Við tókum því frekar rólega, byrjuðum á að skoða Svartafoss, gengum svo á Kristínartinda og komum fyrst við vitlausu megin við lágu tindanna utaní hryggnum. Það var þó bara gaman, enda ekkert lítið flottir. Þurftum að lækka okkur aðeins undir þá og ganga svo uppá sjálfann tindinn.

Það kom mér eiginlega bara á óvart hversu mikil ferð þetta var, ég bjóst við smá göngutúr, en endaði í 7-8 tíma ferð (reydnar með nokkrum myndastoppum, ásamt því að þurfa að troða svoldið af snjó).

Þarna er nóg af verkefnum næstu mánaða og stefnum við á að fara þangað sem fyrst aftur.

Myndir


Þín skoðun

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu