Fimmvörðuháls
Laugardaginn 24. júlí fórum við fjórir saman, Gummi, Addi, Óðinn og Óli Fimmvörðuháls með F.Í.
Ferðin var hin skemmtilegasta, tæplega 30 manns gengu í góðum hóp yfir leiðina sem liggur upp af Skógarfossi, upp með Skógará þar sem nóg er af fossum og flottu landslagi á leiðinni uppá Skógarheiði og á Fimmvörðuhálsinn sem tengir saman Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul.
Á hálsinum eru skálar og er gengið alveg uppað öðrum þeirra, Baldvinsskála sem er kominn til ára sinna og orðinn ansi veðraður en býr þarafleiðandi yfir góðum karakter fyrir vikið. Dáldil auðn er efst á hálsinum og voru nokkrir stuttir snjóskaflar á leiðinni sem við fórum yfir.
Eftir stutta leið yfir auðnina fer sýnin yfir Þórsmörkina og Emsturnar að koma í ljós og einnig vestanverðir skriðjöklar Mýrdalsjökuls eins og Krossárjökull, Merkurjökull og Tungnakvíslarjökull. Þá liggur leiðin niður Bröttufönn sem var nú nánast snjólaus þetta skiptið og að Heljarkamb sem leiðir niður á Morinsheiði. Á þessum parti kom smá rigning á okkur og einnig éljagangur sem er nú bara hressandi.
Eftir Morinsheiði var komin sól á okkur en þoka var niður í Mörk og nágrenni þannig að birtan var ólýsanlega falleg, vona að ég nái að gefa einhverjum hugmynd um hversu flott þetta var með myndunum.
Þar liggur leiðin niður Kattarhryggina og þar voru fulltrúar F.Í. komnir og tóku vel á móti okkur eftir æðislega göngu.
Eftir þetta var haldið í Langadal, þar var grillað, sungið og kveikt í varðeld. Morguninn eftir gengu einhverjir á Valahnúk, en dáldil bleyta var og þungt yfir. Svo var farið í bæinn uppúr hádegi.
Myndir
Þín skoðun
Óli
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 30.07.2009 Klukkan 20:45
Geggjaðar myndir!
Þorsteinn
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 05.10.2009 Klukkan 09:13
skemmtilegar myndir, gaman að sjá þetta núna aftur. vekur upp minningar.
Bjarki
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 30.12.2009 Klukkan 18:20
Hehe, ég las þetta sem Feministafélag Íslands :-)
Gummi St.
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 30.12.2009 Klukkan 23:28
hehe... Bjarki, ég held að það séu litlar líkur á því að ég nefni það á nafn hér.
skrifa komment