Maður verður nú að nýta alla helgina þegar svona viðrar, en eftir Botnssúlur ákvað ég ég smella mér í jeppa- ferð með Sjöfn, leyfa henni að sjá aðeins útfyrir malbikið... En við skelltum okkur með Gauta og Atla, vini hans í ferð uppá Langjökul. Við lögðum af stað um 10 leitið úr bænum og vorum komnir uppað jökli rétt fyrir kl. 13.
Það var algjört blankalogn, algjörlega heiðskýrt og rosalegt færi, svo ekki sé nefnt þetta geggjaða útsýni sem við fengum þarna uppi. Við keyrðum alveg uppá jökul, prufuðum að draga hvort annað á snjóbretti, og fundum loks íshellanna sem við höfðum séð flottar myndir af hjá 4x4.
Við fórum svo Borgarfjörðinn til baka og fengum okkur að borða í Borgarnesi, svo á leiðinni heim varð Atli fyrir því óláni að það sprakk hjá honum við Kjalarnes..
Gauti skrifaði þann 11.03.2006 Klukkan 20:13
Svakalega var nú gott veður þarna. Nú er einhvað að bæta í snjóinn, vonandi kemur önnur blíða bráðlega:)
Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 13.03.2006 Klukkan 07:44
Jebb, góður dagur þarna..
Linda Björk fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 13.03.2006 Klukkan 21:43
geðveikt veður þarna og klikkað útsýni! össs eigum við eitthvað að ræða íshellana þarna, bara flottir