Ég er búinn að vera að fara nokkrar hálendisferðir með Tetra sendana og hef auðvitað tekið nokkrar myndir sem mig langar að láta flakka hingað inn. Þetta eru sendar sem munu dekka stóran hluta hálendisins, og að þessu sinni vorum við að setja upp á Sprengisandsleið. Mikil bleyta er á hálendinu og fengum við að moka bílinn upp þónokkrum sinnum, en það er auðvitað bara gaman.
Í einni ferðinni komu björgunarsveitarbílar með frá bæði Hellu og Árborg og var alveg þörf á því að fá hjálp þar sem allt var mjög blautt og þungt færi.
Haukur Haraldsson skrifaði þann 02.05.2008 Klukkan 11:40
Haukur Haraldsson skrifaði þann 02.05.2008 Klukkan 11:41
Gaman að sjá þetta hjá þér Gummi! Ég sé að Mt. Blanc áhuginn hverfur ekki. Þið eruð harðir, feðgarnir. Kveðja,Haukur.