Vatnajökull BW
Á ferðum mínum undanfarin ár hafa hlaðist upp fullt af myndum. Margar þessara mynda hafa birst hér áður, en einhverjar ekki einnig sem langflestar hafa aldrei birst. Undanfarnar vikur hef ég unnið að þessari seríu sem mér fannst vera skemmtilegt viðfangsefni.
Þegar mér var boðið á opnunardag heimasíðu vina Vatnajökuls ( www.vinirvatnajokuls.is ) datt mér í hug að sniðugt væri nú að eiga einhverja sérstaka og einstaka seríu um þennan merka jökul. En þar sem þessi sería er bara úr nokkrum ferðum sem ég hef farið um svæðið gæti ég þurft að bæta heldur betur í þessa seríu og taka til, þ.a.s. henda út fyrir flottari myndum.
Ég skrifaði dáldinn texta með myndunum til að útskýra hverja sérstaklega, og ef áhugi er fyrir að nota/birta einhverjar myndir óska ég vinsamlega eftir að haft verði samband við mig fyrst.
Myndir
Þín skoðun
Gummi St.
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 11.08.2009 Klukkan 22:51
Svo virðist sem commenta kerfið virki bara í firefox en ekki IE, laga þetta í næstu viku þegar ég kem heim frá Hornströndum.
Björgvin Hrafn
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 30.08.2009 Klukkan 11:39
Geggjað flottar myndir Hjá þér eins og alltaf gummi
skrifa komment