15.09.2013 - Fjallamennska

Cosmiques og LeBrevent

Þetta er fyrsta grein úr alpaferðinni 2013 en trúlegast verða þær amk. 3 talsins þegar allt er komið heim og saman og videoi verður póstað í eina greinina.

Þegar við komum út var bölvað óveður, úrkoma og því snjóaði duglega í háfjöllunum. Bæði lentum við í Lyon í þungri rigningu og þrumuveðri á sunnudagskvöldi, ásamt að þegar við komum til Chamonix á mánudeginum að þá var hellidemba þar.

Þar sem veðrið ræður miklu um svona ferðir að þá var deginum eytt í að skoða búðir, en í Chamonix er ein skemmtilegasta verslunargata í Evrópu amk. fyrir útivistarnörda!

Eftir óveðrið var auðvitað samt látið vaða í háfjöllin þar sem leiðin á í hina víðfrægu upphitunarleið Cosmiques arete. Þar var hinsvegar hálf þörf á að setja upp númerakerfi á nokkrum stöðum og á það etv. sérstaklega við um sigin og klettaspönnina í lokin en við vorum ekkert að leggja of snemma af stað í svo greiðfæra leið en þar sem leiðin var yfirfull af byrjendum og hægu liði endaði með því að við þurftum að fara útí frekjuklifur til þess eins að ná síðasta kláfnum niður svo við þyrftum ekki að dúsa í kláfstöðinni yfir nóttina.
Við gátum ekki notið þessarar leiðar vel vegna þessa umferðarteppu en við þurftum að bíða í um klukkustund eftir siginu í leiðinni og í aðra klukkustund eftir að geta byrjað á klettaspönninni.
Menn voru orðnir mjög pirraðir sem voru vanir og fengum við að heyra blótsyrði á ensku, frönsku og rússnensku svo eitthvað se nefnt, bæði frá þeim sem voru greinilega pínu stressaðir í leiðinni ásamt leiðsögumanni sem svaraði þeim þegar yfir honum var kvartað.

Við ákváðum að leyfa háfjöllunum aðeins að þiðna betur eftir úrkomuna og fórum því hinumegin í dalinn í Le Brévent þar sem við klifruðum skemmtilega 200m TD 6a multipitch klettaleið sem heitir Voie Frison-Roche og er í 2400m hæð.
Þar voru nokkrar spannir af eðal klifri og mismunandi tegundir, sprungur, puttagrip, power-move og flestallt sem góðar leiðir þurfa að innihalda. Eini gallinn við leiðna var kannski hvað hún var vinsæl en dágóð traffík var í leiðina og voru teymi bæði á undan og á eftir okkur.

Það sem kemur einnig alltaf í ljós er munurinn á gráðunum á íslenskum og erlendum leiðum en svo virðist sem að við hækkum okkur um 1-2 gráður við það eitt að fara erlendis, en það getur einfaldlega ekki gengið.

Þegar maður er í ölpunum skiptir öllu að fara hratt yfir og ferðast léttur. Maður er einnig ekki að fara að vera einn um vinsælar leiðir og þvi getur maður ekki tekið sér langan tíma í hlutina því þá er maður bara fyrir.

Þetta er fyrsta greinin úr alpaferðinni 2013

Myndir


Þín skoðun

Gummi fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 15.09.2013 Klukkan 01:10

Þetta er fyrsta greinin af nokkrum, en í aðrar greinar þarf að koma fyrir Ítalíuskrepp í deepwater solo, paraglide, downhill biking ásamt klifri á Dent du Géant og Mt. Aiguille.

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::