27.12.2009 - Fjallamennska

Jólahryggur

Vökunðum í fyrri kantinum á 2. í jólum til að fara út að klifra, stefnan var tekin beint á Skessuhornið í Skarðsheiði en við fórum einmitt þangað síðustu jól. Á leiðinni var bálhvasst og þegar við svo sáum Skarðsheiðina áður en við fórum niður í göngin hvarflaði að okkur að hætta við en á endanum ákváðum við að bugast ekki og láta bara vaða í þetta.

Gummi, Jón og Óðinn komu úr bænum, en Addi var í bústað í Borgarfirði og fékk far til okkar að bænum Horn undir Skessuhorninu þar sem við lögðum á tindinn. Við vorum ekki lengi að spenna á okkur draslið og þvínæst var lagt af stað. Dáldil ganga er uppað hryggnum þar sem leiðin byrjar, en við vorum svo spenntir að þetta var hálfgerð kraftganga hjá okkur, einnig er dagurinn svo stuttur að það er eins gott að taka þetta á góðu run-i.

Nánast engin snjór var þarna, bara smá skán af foksnjó og svo ísing utaná klettunum. Veðrið var frekar kalt, en það var kannski svona -4 til -6 uppi og duglegt rok og ef maður vogaði sér að fara útá hrygginn sjálfann var varla stætt.

Klifrið gekk vel fyrir sig, ég var búinn að vera hálf slappur síðan á Þorláksmessu og ákvað því að leyfa þeim að sjá um að fara fremst. Óðinn var fremstur og svo færði ég mig næstan á eftir honum til að geta tekið myndir af hinum koma upp. Það tók dáldið á að taka upp myndavélina og byrja að ramma og expose-stilla í þessum líka skítakulda og roki, sérstaklega þegar myndavélin er 1,5 kíló!

Þegar ofarlega var komið var fyndið að sjá þegar allt var orðið ísað, klifurbúnaðurinn, fötin, myndavélin, andlitið á manni og bakpokarnir. Við Óðinn fórum nú einusinni sérstaka stemmings óveðursferð þarna upp síðasta vor, en það var nú bara blíðviðri miðað við þetta.

Niðurferðin gekk ágætlega, við gengum vel inní skálina og svo niður á heiðina. Fórum heldur neðarlega undir fjallið og lentum í helvítis stórgrýti um kafla, en allt gekk þetta nú og við komum kátir niður í bíl.

Við bæinn Horn þar sem við höfðum lagt bílnum var staðahaldari mættur og skammaði okkur fyrir að leggja á sinni landareign (einkaeign) og rauk svo bak við hús. Mér datt strax í hug að honum hlyti nú að líða eitthvað illa, enda var hann á Range Rover (Game Over) sýndist mér. Leiðinlegt að lenda í svona, yfirleitt er tekið vel á móti manni þegar maður leggur leið sína um landareign fólks og gengur vel um það.
Meiraaðsegja þarna var áður eldri maður sem tók eldhress á móti okkur þegar við vorum að leggja í hann, þegar við höfðum orð á því hvað fjallið væri nú flott þá svaraði hann „Já, enda á ég það!“ Og skellihló, helvíti kátur með sig og sagði skemmtilegar hetjusögur af fyrri leiðöngrum sem höfðu komið við hjá honum. Frábær náungi.

Myndir


Þín skoðun

hamarius fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 27.12.2009 Klukkan 15:48

Þetta er svakalegt! aldrey gæti ég þetta...

Chris fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 27.12.2009 Klukkan 16:00

Vildi bara hrósa þessum frábæra vef! Kveðja Chris

Ellert Grétarsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 27.12.2009 Klukkan 20:53

Skemmtileg og hröllköld sería :) Er ekki bara málið að koma sér upp einni G10 í svona leiðangra? Kveðja, elg

Óðinn Árnason fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 27.12.2009 Klukkan 21:15

Ég myndi nú ekki fúlsa við einni G10 í svona en það jaðrar við helgispjöll fyrir Gumma að snerta á nokkru öðru en Nikon vélunum sínum ;)

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu
Leiðir í grein