04.01.2015 - Ísklifur

Paradísarheimt

Aðfangadagur er liðinn og því tími til kominn að fara út og hrista af sér jólasteikina og viðra sig aðeins. Þetta var það eina sem kom til greina annan í jólum.
Við höfðum frétt að eitt af okkar drauma svæðum sem kemur allt of sjaldan í aðstæður liti vel út og voru menn ekki í vafa hvert ætti að stefna. Var dagurinn tekinn snemma og keyrðu Arnar, Óðinn og Haraldur Örn beinustu leið í Eyjafjöllin þar sem stefnan var tekin beint á Paradísarheimt sem er hrikalega flott og voldug leið sem fer ská þvert yfir mest allan Paradísarfoss.
Ekki leið á löngu þegar næstu klifrarar mættu á svæðið, en það voru Palli Sveins og Arnar Þór sem skelltu sér í Skoruna, aðra flotta leið sem er rétt hægra megin við Paradísarheimt.

Arnar tók fyrstu spönn í þykkum mjúkum ís í frábærum aðstæðum upp í fyrsta stans. Haraldur tók þá næstu spönn sem var aðeins brattari með smá skelís en Óðinn massaði svo síðustu spönn sem endaði í stuttu stífu klifri í þunnu og nokkuð erfiðu íshafti sem hann leysti með príði. Alsælir og sáttir með klifrið gengum við meðfram sillunni sem klifrið endar í uppá topp og þaðan svo niðrí bíl aftur.

Hreint út sagt frábær dagur á fjöllum í þessari epísku leið.

Myndir


Þín skoðun

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu
Leiðir í grein