28.01.2016 - Ísklifur

Granni

Fyrir ári síðan var hittingur á Vík þar sem svifvængjaflugmenn komu saman að fá sér í glass og halda örfyrirlestra um ýmsa þætti svifvængjaflugs og spjalla. Núna í ár var það sama uppá teningnum og fóru Arnar, Bjartmar, Gummi og Óðinn suður á Vík þessa helgina með smá von um að ná kannski smá flugi eða klifri með hittingnum. Það varð samt ekkert úr því þar sem við virtumst vera á eina stað landsins þar sem það rigndi bæði hundum og köttum og var því lítil von um að gera eitthvað spennandi svo laugardagurinn var tekinn rólega.

Við vorum ekki á því að kalla þetta bara gott svo að Óðinn stakk uppá að kíkja í Háafoss en á þessum tíma er yfirleitt of mikill snjór á veginumm upp að til að hægt sé að komast þangað á litlum jeppum. En með bjartsýnina að vopni vöknuðum við snemma daginn eftir og tókum góðan bíltúr í áttina að Háafossi. Á leiðinni var eins og við höfðum keyrt út úr íslensku veðurkerfi og inn í góðveðurskerfi. Þegar við nálguðumst Búrfell fórum við að taka eftir góðum skölfum hér og þar og vonin fór að kulna. Við renndum upp að línuveginum sem liggur að Háafossi, lítll snjór virtist vera á veginum svo að við ákváðum að reyna við þetta. Það reyndist hin besta ákvörðum þar sem færðinn var með óvenju góð, þar sem snjórinn var greinilega frosinn eftir smá hláku og gerði því ferðina auðfarna og komumst við hratt og örugglega á bílastæðið við Háafoss þar sem við græjuðum okkur upp og lögðum af stað niður í gljúfrið.
Mikið magn af snjó var í niðugangsrennunni sem reyndist lítið vandamál og stuttu seinna vorum við komnir í aðalhvelfinguna við Granna. Þráin var í ótrúlega góðum aðstæðum þennan daginn, massíft kerti en þó tæknilegur erfiður milli kafli. Granni var alveg búnkaður af ís og var hann fyrir valinu þennan daginn. Þar sem við vorum 4 og bara með 2 línur þá þurfti smá skítamix til að koma öllum upp en eftir mikið puð og svita komust allir klakklaust uppá topp.

Þegar við komum upp á topp sáum við líka að við höfðum farið yfir ansi myndarlega sprungu á brúninni, aðra en þá stóru sem við sáum greinilega og sneiddum framhjá. En sem betur fer kom það ekki að sök.
Fyrir ofan Botnnýju var hinsvegar ansi mikill skafsnjór og hefði sú leið ekki verið mjög spennandi.
Góður dagur á fjöllum.

Myndir


Þín skoðun

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu