20.11.2005 - Hellaferðir

Hellaskoðun 20.nóv

Gummi og Addi skruppu í helli rétt hjá Bláa lóninu á sunnudaginn. Þessi hellir er rétt við vegin, maður leggur á svona smá vegakanti og gengur aðeins útfyrir veginn.

Þetta byrjaði á því að hún Linda vinkona benti mér á þennan helli, hún sagði að þetta væri nú ekkert mjög merkilegt, en maður þyrfti að skríða smá leið og svo ættu "flestir" að geta staðið... hún vissi nottla auðvitað að það væri ekki séns að ég gæti það..

Þegar maður kemur inní hann að þá er svona smá hol fremst.. svo þegar maður gengur innar að þá eru 2 op sem maður getur farið inn um... við ákváðum bara að fara vinstra megin fyrst og byrjuðum að skríða áfram.. við skriðum og skriðum og vorum að bíða eftir þessu "standandi" svæði... að lokum þegar við vorum búnir að skríða rúmlega 100m í þröngum hraungöngum og ég búinn að tæta úlpuna sem ég var í að þá komum við að enda ganganna, og snerum við um leið og við sáum fyrsta "the Descent skrímslið".

Ég komst að því að þetta var það langt að við værum komnir undir veginn... ég veit það því að ég fann reglulega drunur og skjálfta í loftinu af og til (= þegar trukkar keyra yfir veginn)

Við vorum mun fljótari uppúr hellinum heldur en niður, og tók þetta samtals um 2-2,5 klst.

Þegar við komum upp skoðaði Addi hitt opið.. og já þar þurfti bara að skríða eitthvað smotterí og þar gat hann auðvitað staðið... hehe

Myndir


Þín skoðun

Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 02.12.2005 Klukkan 17:57

Þetta var meira ruglið að fara þarna... jakkinn ónýtur eftir að hraunið rústaði honum... :S en þetta var samt gaman...

Arnar Jónsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 03.12.2005 Klukkan 16:41

Já maður.. þetta var massa vont hehe.. alveg vel aumur í höndunum og hnénu eftir þessa massa fínu ferð ;)

lalli skrifaði þann 03.12.2005 Klukkan 17:11

haha gott á þig addi

Regína skrifaði þann 04.12.2005 Klukkan 01:02

Erða nú monkey mynd af þér addi :D ert eins og hangandi api hehehehe

Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 04.12.2005 Klukkan 01:29

Já.. hann var í apabúrinu þarna...

Addi fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 04.12.2005 Klukkan 23:38

jub.. maður verður stundum að vera í tengslum við dýrseðli manns ;)

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu