Við vorum mjög óákveðnir með verkefni um helgina þangað til í hádeginu á föstudaginn þegar við skoðuðum veðurspána að þá sáuæm við færi á heiðskýrum Hraundranga. Þá ákváðum við að þrykkja norður, taka Hraundranga og kíkja svo kannski í Munkann í kaupbæti ef veður leyfði.
Keyrðum norður eftir vinnu á föstudag, komum á Gistiheimili Akureyrar seint um kvöldið þar sem hörku djamm var í gangi og erfitt var að sofna vegna þess. Við náðum þó nokkrum tímum þar til hafragrauturinn var eldaður og ekki var aftur snúið.
Þegar að Staðarbakka var komið kom í ljós að við yrðum ekki einir um Drangann þennan dag þar sem tvímenningar höfðu lagt af stað tæpum klukkutíma á undan okkur og sáum við þá arka upp brekkuna.
Við tókum okkur þá bara góðan tíma í að rakka okkur upp og græja myndavélarnar og fylgihluti þar sem við ákváðum að reyna að búa til smá videoklippu úr ferðinni vildum við hafa það sem til þarf.
Loks hófum við uppgöngu, gengum yfir brúna og upp einn hrygginn í átt að Hraundranganum. Heitt var í veðri, glampandi sól og aðeins örítill andvari svo þónokkrir svitadropar litu dagsins ljós á okkur.
Við Addi tókum aðeins ísöxi en ekki brodda með okkur og treystum því á sólbráðina í snjónum. Það reyndist vel en annars hafði Óðinn tekið sína og hefði getað sett upp línu fyrir okkur að figra okkur upp ef allt hefði farið í hart. Snjór var alveg uppí söðulinn þar sem við biðum eftir þeim á undan á leið niður. Spjölluðum aðeins við þá áður en við héldum svo upp í Drangann sjálfan.
Tókum hann í tveim spönnum, fyrst 40m og svo 30m (ónákvæmt). Mikið hefur hrunið úr honum undanfarið og var mikið af lausu grjóti í leiðinni og fengum við að sjá það vel þegar stórt stykki flaug ekki langt framhjá okkur.
Þar sem Gummi hafði farið áður var upplagt að leyfa Adda og Óðni að taka þetta og tók Addi neðri hlutan og Óðinn þann efri. Svolið var af fleygum sérstaklega í neðri hlutanum og notuðum við nokkra vini og hnetur til að fylla í skörðin og í stað nokkura
Á toppnum var staldrað við í góða stund, amk góðan klukkutíma þar sem við tókum myndir, spjölluðum og nutum útsýnisins. Gestabókin er horfin og lokið brotnað af boxinu utanum hana. Hinn frægi peli var hinsvegar liggjandi hálftómur á steininum sem boxið er fest á. Þetta verður verkefni að koma þessu í lag.
Sigið niður tók ekki langan tíma og vorum við frekar snöggir niður í bíl. Þá var haldið beint á Akureyri þar sem við fengum okkur góða máltíð og nokkra kalda fyrir svefninn.
Jón Helgi Guðmundsson
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 23.06.2011 Klukkan 11:20
Flott hjá ykkur, fínar myndir.
Hefði viljað vera með.
DJÖ
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 23.06.2011 Klukkan 15:01
Ég fæ bara tár í augun við að sjá þetta, djöfull hefði ég viljað vera með þarna
Ólafur Már Björnsson
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 24.06.2011 Klukkan 10:17
Alltaf flottastir!
Gísli Gunnar Pétursson
skrifaði þann 12.07.2011 Klukkan 12:54
Flottar myndir. Geggjað að vera þarna. Þið þurfið síðan að prófa að fara úr öxnadalnum upp í skarðið norðan við drangann og síðan upp á drangann. Mjög skemmtileg leið, fór þá leið einu sinni seint að vetri til. Aðeins meira challenge.
Óðinn
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 14.07.2011 Klukkan 10:50
Já sú leið hljómar vel svo er líka hægt að fara vestan megin upp úr Hörgárdalnum sem byrjar í skemmtilegu klettabelti, þar sem Jökull fór með Steve House upp um árið ef ég man rétt
Helgi Baldvinsson
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 26.07.2011 Klukkan 11:59
Þetta er geggjað. Klikkið ekki á myndatökunni. Time-laps flott. Til hamingju!
Pétur Sveins
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 27.07.2011 Klukkan 01:18
Snilldar myndir... fór þangað upp sjálfur 24.maí 2003 með enga myndavél...hehe..systir mín þorði ekki að lana hana;) Mér var alltaf lofað að fá afrit af myndum frá hinum sem voru 5 með mér...en 8 ár liðin og ekki ein mynd enn...þannig verður maður ekki að taka bara aðra ferð við tækifæri og taka með myndavél;) held það:)
Tómas Guðbjartssson
fannst ekki
( Vefsíða )
skrifaði þann 31.07.2011 Klukkan 20:50
Glæsilegt hjá ykkur strákar. Frábærar myndir. Til hamingju.
skrifa komment