04.02.2014 - Ísklifur

Ísfestival 2014

Ákveðið hafði verið að halda hið árlega ísklifurfestival ÍSALP við Grundarfjörð á Snæfellsnesi en vegna hlýindaskeiðs vikurnar áður var ákveðið að færa festivalið innar í land. Heyrst hafði að ágætist ísaðstæður væru í Hauksdal og var því ákvörðun tekinn um að fara þangað í staðinn. Fengin var aðstaða fyrir liðið í félagsheimilinu Árbliki.

Gummi hefur verið á kafi í námi og komst hvorki lönd né strönd vegna þessa. Óðinn, Arnar og Ingvar fóru seint út úr bænum á fimmtudagskvöldinu og gistu í bústað fyrir utan Borgarnes til að stytta keyrsluna daginn eftir.

Daginn eftir var hent í sig morgunmat og brunað af stað í átt að Haukdal. Þegar við nálguðumst Haukdal var stóra-spurningin um hvert skyldi fara að klifra. Stakk Arnar þá uppá að við ættum að taka áhættuna og kíkja aðeins norðar og sjá hvort eitthvern ís væri að finna í suðvestur-hlíðum Hvolsfjalls sem er rétt sunnanmeginn við Gilsfjörð í Breiðafyrði. Þar hafði hann nefnilega rekið augun í flottan ís fyrir nokkrum árum og var spenntur að gá hvort að það væri ekki þess virði að klifra. Þegar þangað var svo komið blöstu við þessi flottu ísþil á bakvið pýramídann í Fannahjalla. Við tókum okkur saman og þrömmuðum upp undir pýramíddan (sem lítur vænlegur út til klettaklifurs og minnir bergið í honum á Búhammra) og þaðan bakvið upp gilið hægrameginn. Þar var fullt af ís að finna. Óðinn kom auga á flotta línu efst uppí gilinu og við klifruðum upp henni og græuðum okkur. Óðinn vildi ólmur leiða þetta og réðs á línuna einbeyttur en þegar hann var kominn ofarlega í leiðina missti hann skrúfu og rétt undir krúxinu í leiðinni tók hann stans þar sem hann var ekki með nóg af skrúfum til að klára leiðina örruglega. Arnar elti þá upp. Mikill bleyta var í leiðinni og hýfandi rok upp gilið og leið ekki á löngu fyrr en allt var orðið gegnsósa af bleytu, hendurnar nánast alveg frosnar og stöðuvatn var farið að myndast í skónum og kuldinn beit rækilega í. Arnar tók restina af skrúfunum og lagði af stað kaldur og blautur með hausinn ekki alveg í 100%. Heljarinnar gat var í fossinum og þunn skel í kringum það þar sem maður horfðu alveg 20m niður gatið og lá leiðinn upp á skelina og svo þaðan upp yfirhangandi brún með ömurlegum fótum og gafst Arnar upp og þorði ekki í þetta þar sem pumpan var í hámarki og kuldinn algjör. Seig hann þá allaleið niður og bjóst við að Óðinn gerði það sama en Óðinn sem var algjörlega einbeyttur og vildi algjörlega harður að ná þessu FF og þrátt fyrir að hanga í fossinum í góðan tíma algjörlega blautur og kaldur inn að beini meðan Arnar fór upp og svo aftur niður þá kláraði hann þetta með glæsibrag uppá topp en seig svo strax niður þar sem hann varð að komast strax niður vegna kulda og fékk Ingvar því ekkert að klifra þann daginn. Leiðinn fékk svo nafnið (enn ekki ákveðið) og er WI5 35m. Hlupum við allir niður í bíl til að koma hita í kroppinn og þó við hitnuðum aðeins á leiðinni niður var enn góður hrollur í okkur og allt dótið okkar algjörlega gegnsósa. Ákvörðun var tekinn um að fara bara aftur í bústaðinn til að komast í betri aðstöðu til að þurrka og hlýja okkur við kamínuna þar og komast í pottinn. Á leiðinni stoppuðum við í Árbliki til að heilsa uppá menn.

Á laugadagsmorguninn var mest allt orðið þurrt og lagt var snemma af stað í átt að Haukadal. Þar sem við höðum farið í Skálagil áður var ákveðið að skella sér í Austúrárdal í staðinn og urðum við svo sannalega ekki fyrir vonbrigðum með þá ákvörðun. Löbbuðum við inn dalinn og við blasti þessi risahvelfing innar í dalnum. Ekki var mikið mál að ákveða sig hvaða leið skildi valinn þar sem Túristaleiðinn (WI4 100m+) var spikfeit og menn langði í gott fjöllspannaklifur. Við klifruðum leiðina í 3 spönnum og tók Ingvar fystu Óðinn aðra og svo Arnar krúx spönnina sem er lóðrétt 15m tjald í lokinn sem endar svo í snjóhengju sem þurfti að komast yfir með smá kúnstum. Við komum svo vel sáttir niðrí bíl akkurat þegar myrkrið skall á vel þreyttir og ánægðir með góðan dag. En auðvita var eitt ævintýri eftir þar sem við keyrðum aftur uppá veginn fórum við aðeins út fyrir afleggjarann og poppaði framhjólin á bílnum í gegnum ís ofan í læk og var ekki mikil ánægja með það. Ágætlega tókst þó að koma bílnum aftur uppúr og komum við alveg máturlega í kjötsúpuna í Árbliki í góðra manna(kona)hópi, eftir það var haldið heim á leið þar Arnar þurfti víst að mæta í afmæli dóttur sinnar daginn eftir.

Myndir


Þín skoðun

Gummi st fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 04.02.2014 Klukkan 19:22

Erfitt að sitja í bænum og læra fram á kvöld þegar svona er í boði, gott að helgin var nýtt af einhverjum amk.

Siggi Tommi skrifaði þann 06.02.2014 Klukkan 20:43

Takk fyrir fína frásögn og myndir. Vil ekki vera með móral en er ekki alveg að átta mig á þessari nýju leið ykkar í Hvolsfjalli. Er eftirfarandi rétt skilið hjá mér? Óðinn fer s.s. fyrri helminginn án þess að detta, gerir stans og tekur Arnar upp. Arnar reynir seinni partinn en beilar áleiðis upp, var slakað niður á jörð og Óðinn leiðir svo restina af efri helmingnum líka án þess að detta. Ætla ekki að vera með púritanastæla og frábært ef þetta er gott og gilt FF. Fair-enough ef þið hafið klofið erfiða langa spönn í tvennt ef hún er iffy (veit ekki til þess að einhver lágmarkslengd sé skilgreind á "spönn") og ef félaginn fer nokkra metra í næstu spönn og hinn þarf að taka við leiðslunni og fær nokkrar skrúfur í "bónus" (sem tæknilega séð þarf að leiða yfir/gegnum frá stansi til að spönn teljist rauðpunktuð). Leið telst ekki frumfarin nema hún sé rauðpunktuð í öllum spönnum. Rauðpunktur í ís er mér vitanlega alveg eins og í sportklifri - leiðslugaurinn má ekki hvíla sig með hangi í öxi, skrúfu eða slíku - bara leiða hikstalaust frá byrjun spannar að stansi með þeim náttúrulegu hvíldum sem leiðin býður upp á. Er svo ekki með 100% á hreinu hvernig er með þann sem eltir almennt í fjölspannadóti. Væntanlega eiga báðir tæknilega séð að fara allar spannir í rauðpunkt en ég veit ekki hvort það er almennt verið að spá mikið í seinni gaurnum. Góður vetur hjá ykkur so far. Haldið dugnaðinum áfram og haldið áfram að bæta ykkur!

Óðinn skrifaði þann 13.02.2014 Klukkan 23:55

Áhugaverð pæling. Þetta með hvað telst lögglit FF er efni í aðra umræðu en í þessu tilviki er ein skrúfa fríkeypis og allt annað í lagi, átti góðan dag þarna þrátt fyrir kulda og bleytu, hefði verið lang best að missa ekki skrúfur og klára þetta á meðan maður var heitur.

Skabbi skrifaði þann 17.02.2014 Klukkan 12:52

Óðinn, hvernig eru þessar Cassin axir að koma út? Ánægður með þær?

Óðinn skrifaði þann 20.02.2014 Klukkan 23:56

Get alveg mælt með þessum öxum, þær eru í svipuðum klassa og Nomic nema aðeins bognari. Fór úr gömlu Quark öxunum yfir í þessar og fann strax heilmikinn mun, aðallega í tæknilegu klifri, þessar henta vissulega ekki eins vel í alpa aðstæðum. Gripið er mjög þægilegt en það er hægt að bæta við auka griphaldi fyrir vísifingur sem mér finnst mjög þægilegt, svo er hægt að snúa handfanginu fyrir ís og mix klifur, einnig er blaðið lítið farið að láta á sjá og hefur haldist vel beitt með smá slípun. Það slæma er fátt, helst að það sést fljótt á aukahlutunum á öxunum, þ.e. griplímiðunum og áskrúfuðu griphöldunum á miðjum öxunum, vísifingurgripið hentar örugglega ekki vel fyrir stórar hendur enda finn ég í þykkum hönskum að hendurnar passa akkúrat í haldið og mættu ekki vera stærri.

Skabbi skrifaði þann 28.02.2014 Klukkan 13:02

Takk fyrir svarið Óðinn, ég er orðinn nokkuð spenntur fyrir þessum.

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu