Við fórum 4 í Eilífsdalinn á laugardag. Gummi Stóri, Addi, Óðinn og Gauti. Fórum hinsvegar ekki alveg inní botn á dalnum heldur fórum við í lítið gil hægra megin í honum, þar sem við höfum verið að horfa svoldið á flottan foss sem er þar. Hann kom á óvart hve mikill hann var, en við börðum aðeins í hann, en þar sem við vorum svo margir og 2 óvanir að þá fórum við ekki hátt í leiðina.
Þessi foss verður tekinn næsta vetur alveg pottþétt því hann er mjög flottur!
Fengum allskonar veður yfir daginn, en þegar við lögðum af stað var glampandi sólskin og þvílíkur hiti að menn voru alveg að drepast, svo kom þessi líka rosalega "jólasnjókoma", svo kom algjör svartaþoka, þvínæst væg haglél, en svo létti nú aftur til.
Tókum nokkrar myndir, það mun líklegast bætast eitthvað við þar sem Gauti tók líka myndir.
Ég var nú búinn að lofa sjálfum mér að ég færi ekki í meira klifur fyrir íslandsmeistaramótið, en svona er lífið.. maður er alltaf að svíkja sjálfan sig.. hehe
PS skrifaði þann 24.04.2006 Klukkan 10:43
Þessi leið heitir Tríó. Öll kertin þrjú verið farin margoft. Það má lesa margar hetjusögur um hana í gömlum ísalp tímaritum. Aðstæður greinilega hreint frábærar.
Arnar Jónsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 24.04.2006 Klukkan 16:51
Já ísinn var góður nema fyrir miðjum fossinum þar sem hann var rosalega kertaður og mjög erfit að finna sæmilegt skrúfustæði. En þó alveg vel geranlegur.
Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 24.04.2006 Klukkan 20:59
Takk fyrir punktinn PS. Og já við verðum að fara að glugga í þessi gömlu Ísalp tímarit, án efa margt skemmtilegt og fróðlegt þar fyrir okkur nýgræðingana.