Gummi og Gauti fóru í smá bíltúr á laugardaginn, en ferðinni var heitið inní Kaldadal (milli OKsins og Þórisjökuls), við
fórum inn mosfellsdalinn, og upp frá þingvöllum.
Við keyrðum alveg inní byrjun kaldadals, en þar komum við að föstum jeppa sem við vorum svo rausnarlegir að hjálpa
uppúr snjónum, en þeir voru víst búnir að sitja það fastir í um 2 tíma og voru alveg
dauðfegnir að sjá okkur..
Það var mikil þoka og ekkert skyggni þannig að við snerum bara við að lokum án þess að hafa séð nokkurn jökul og
komum við á Þingvöllum þar sem við tókum nokkrar fossamyndir..