Við Þórhallur fórum fyrir hóp Ferðafélags Íslands á Hrútfjallstinda um helgina. Við keyrðum austur í Skaftafell eftir vinnu á föstudeginum og hittum hópinn í Freysnesi. Þar beið okkar glæsilegur 11 manna hópur sem við fórum með á fjallið.
Lagt var af stað uppúr miðnætti og við gengum upp Hafrafellið, framhjá Sveltisskarði og áfram upp Hrútfjallið. Fórum upp Vesturtind, og áfram yfir hann á Norðurtind sem er sá hæsti.
Í hlíðum Vesturtinds voru nokkrar flottar sprungur ofl. glaðninar og þótti hópnum það mjög gaman að komast í svona action. Einnig var leiðin hinumegin niður af Vesturtind mjög skemmtileg.
Þetta gekk auðvitað allt vel og hópurinn var kominn niður aftur um kl. 17 eftir 17 tíma göngu, en við fórum mjög rólega og nutum þess í botn að vera þarna. Ég sá ekki eftir að hafa lagt af stað svona snemma því á niðurleiðinni var snjórinn orðinn mikið mýkri og sukkum við alveg uppá miðja leggi. Spurning hvort ég ætti að senda fjallaleiðsögumönnum reikning, en ég tróð auðvitað alla helvítis leiðina.. hehe Allavega var gaman að hitta annan hóp á svona sjaldförnu fjalli, en þetta er þetta eitt af alflottustu fjöllum sem Ísland býður uppá.
Ég vill þakka öllum þeim sem voru með í ferðinni fyrir frábæran dag og vonast til að sjá þau öll á fleiri fjöllum!
Páll Ásgeir skrifaði þann 19.05.2008 Klukkan 13:06
Þakka fyrir frábæra ferð. Bendi á vídeó inni á utivera.is undir vefvarp.
Páll og Rósa skrifaði þann 19.05.2008 Klukkan 18:22
Flottar myndir. Takk fyrir skörulega leiðsögn. Sjáumst.
Valgerður skrifaði þann 19.05.2008 Klukkan 20:36
Frábærar myndir hjá þér!!! Og takk aftur fyrir fylgdina og alla vinnuna þarna í fararbroddi... Stel öllum þessum myndum, sérstaklega "ég í fögnuði" á toppnum. Ógleymanlegt. Bestu kveðjur, í bili
Sölvi Ólafsson skrifaði þann 21.05.2008 Klukkan 22:32
Þetta eru flottar myndir og lýsa andrúmsloftinu vel skýjum ofar. Og þúsund þakkir fyrir frábæra, örugga fararstjórn. Þar til síðar bless.
Sigurður Magnússon skrifaði þann 23.05.2008 Klukkan 09:10
Glæsilegar myndir af glæsilegu fjallafólki. Þakka fyrir fræabæra ferð og frábæra leiðsögn, sérstaklega í næturklettaklifri.
Hedi K. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 27.05.2008 Klukkan 23:49
Flótt Mynd ! Really nice pictures ! I would like to do some climbs like this one in Iceland. Takk fyrir. Hédi K. from France (I will be in Iceland from july to mid-September this year)
Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 28.05.2008 Klukkan 00:26
Thank you Hédi, let me know when you come to Iceland.
Kristján Jónsson skrifaði þann 28.05.2008 Klukkan 23:33
Flottar myndir. Var sjálfur þarna um sl. helgi í bongóblíðu. Geggjað fjall og flott leið. Er mikið mál að komast á Hátind og Suðurtind? Eftir að hafa verið svona nálægt þeim þá dauðlangar mann að klára þau.