Við vorum heldur seinir af stað úr bænum, en við vorum þó komnir að sólheimajökli fyrir hádegi. Náðum nokkrum ágætis ferðum, og þeir nýju fengu að spreyta sig á styttri vegg líka.< br />
Veðrið var mjög kaflaskipt, en það var t.d. þoka og snjókoma á leiðinni.. sumsstaðar sól, sumsstaðar haglél.. mikið veður. En á jöklinum sjálfum sluppum við ótrúlega vel, þegar við vorum að ganga uppá jökulinn var bara mjög bjart og kyrrt, svo þegar við vorum byrjaðir að klifra byrjaði að blása smá, en við vorum komnir niður í sig-gíg þarna og því í góðu skjóli.
Við lögðum síðan af stað aftur að bílnum í hávaða roki og éljagangi, en það var auðvitað bara til að krydda stemmninguna aðeins...
Arnar fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 29.12.2005 Klukkan 14:04
Jub.. alltaf stuð í ferðum með okkur. Óðinn og Dabbi náttla í massa stuði, þó helst Dabbi hehe.. ;)
kindinn einar skrifaði þann 29.12.2005 Klukkan 18:35
Góðar myndir, hefur örugglega verið góð tugga
Óðinn skrifaði þann 30.12.2005 Klukkan 14:36
Þetta var skíturinn sem maður var búinn að bíða eftir :p
Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 31.12.2005 Klukkan 04:00
já.. þetta er nottla bara snilld !
lalli skrifaði þann 04.01.2006 Klukkan 18:15
vá hvað maður var búin að slappast niður af öllu jóla átinu en samt geðveik ferð ;)