En það var allavega neglt í þetta og við lögðum þrír af stað, ég, Jón og Addi. Tókum með okkur fullt af klettadóti og nokkrar skrúfur en enduðum nú á að nota ekki neitt af þessu. Við klifruðum þetta þannig að ég var fremstur, var með línuna utanum mig og 2 enda gegnum reversoið niður á strákanna. Ég fór svo upp höftin sem eru mun lægri en ég hafði gert ráð fyrir og settist þar niður og tók þá upp.
Það var á 2 stöðum sem ég var að hugsa um að setja eitthvað inn, en þá var svo stutt uppá brún að ég ákvað að ég væri miklu betur kominn upp heldur en hangandi á annari og að reyna að potast með eitthvað dót í hinni.
Þetta var allavega hin besta skemmtun, flott leið þótt það hafi verið þoka yfir okkur allan tíman, en það lagaðist auðvitað þegar við vorum komnir niður af tindinum og sáum við þá leiðina blasa við.
Læt fylgja með 2 myndir úr ferð okkar Adda í Grafarfossinn síðasta sunnudag þar sem við fengum að troða snjó uppfyrir mitti á leið upp gilið og tók ferðin að fossinum einn og hálfan tíma! sem varð til þess að við þurftum að snúa við í miðju klifri til að lenda ekki í myrkri.
Sissi skrifaði þann 27.12.2008 Klukkan 01:15
Harka í þér að taka myndir við þessar aðstæður, og þær eru bara ansi fínar. Gleðileg jól, Sissi