26.02.2008 - Ísklifur

Lambatindur

Með flottari tindum landsins getur talist Lambatindur á ströndum. Hann líkist mikið Skessuhorninu í Skarðsheiði og er afar sjaldfarinn, enda á frekar fáförnum stað. Fjallið er tæplega 900m hátt og er gengið nánast frá sjávarmáli.

Ég sá margar flottar klifurlínur upp á tindinn mis erfiðar, alveg frá léttu snjóklifri uppí 3-4° ísfossa með hugsanlegum mixtöktum.

En í þetta skiptið var gengið á toppinn og gengur maður þá inn dalinn bakvið tindinn og upp á fjalllendið þarna, þvínæst er hryggnum á tindinn fylgt. Svoldill snjór var þarna, en þó ekkert sem gerði þetta erfitt. Mestallur fór niður í formi lítilla snjóflóða þegar maður tróð sér í gegnum hann.

Við Þórhallur tókum okkur göngufrí á föstudeginum og keyrðum á fimmtudagskvöldið norður á Hólmavík. Gistum á þægilegu gistihúsi þar og lögðum svo þokkalega snemma af stað á föstud. morgun.
Gangan byrjaði í alveg geggjuðu veðri, tindurinn blasti við okkur og sólin var farin að rísa. Tókum okkur bara góðan tíma í þetta enda ekki búnir að ganga neitt af viti í alltof langan tíma. Við fengum að upplifa nánast öll veður á fjöllum þennan dag, en það var heiðskýrt, logn, rok, skafrenningur, snjókoma, þoka, léttskýjað... held ég allt nema þrumuveður. Þó var ég sáttur með að fá mjög flott útsýni af toppnum, þó það væri rok og kuldi þegar þangað var komið.

þegar við komum niður var orðið skyggnislaust og kalt og vorum við dauðfegnir að hafa sloppið við þann pakka uppi á fjalli.

Um kvöldið keyrðum við síðan austur til Akureyrar, skelltum okkur í nuddpottinn strax morguninn eftir og gengum svo á Seldalsfjall við Öxnadalsheiði. Eftir það var brunað í bæinn og auðvitað skellt sér á eurovision patrý á nasa.

Myndir


Þín skoðun

Guðmundur Páll Ásgeirsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 13.03.2008 Klukkan 15:27

Öfunda þig af þessari göngu. Var einu sinni á þessum slóðum að eltast við rjúpur en fór ekki hátt. Flottar myndir.

Ólafur Gylfason skrifaði þann 14.04.2008 Klukkan 17:02

glæsilegar myndir!

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu