Eftir Matterhorn tilraunina þar sem ég varð veikur og við náðum ekki toppnum fórum við næst til Chamonix, þar lagðist pabbi í veikindi, og útilokaði allar ferðir í nokkra daga. Ég var nú mikið að spá í að smella mér bara sjálfur eitthvað uppí fjöllin, en hætti við því ég hélt að hann væri alltaf að lagast.
Þetta endaði allt með því að við ákváðum að fara eftir nokkra veikindadaga á Tacul tindinn, en við fórum aldrei alveg upp þann tind í fyrra þegar við fórum á Mt. Blanc.
Þetta var ágætis dagsferð, fórum snemma með kláfnum uppí Aig. du Midi og gengum upp Tacul, efst í honum eru léttir klettar sem þarf aðeins að brölta upp.
þegar við komum á toppinn var nú einhver gaur bara að leggja sig þarna uppi ( í 4248m hæð...) skildi nú ekki hvurn andskotann hann væri nú að spá, en þetta er svona... mikið af liði til..
Ferðin þarna upp gekk mjög vel, enda geggjað veður og færið algjör snmilld. Það var eiginlega of heitt.. Sérstaklega miðað við hvernig þetta var í fyrra hjá okkur, en á var manni skítkalt í dúnúlpunni, þykkum ullasokkum og öllu dressinu!
Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 05.08.2006 Klukkan 18:23
Jæja... maður er auðvitað ekki fyrr kominn heim þegar maður er byrjaður að klifra meira... Fór í Sólheimajökul í dag og fylgdi leiðbeiningum starfsmanni ÍFLM að flottu sprungusvæði þar sem ég vissi ekki af, það verður farið þangað með TEAM-ið sem fyrst og þar munu menn sko missa sig gjörsamlega ! Fer reyndar aftur á morgun, en fer þó örugglega ekki í sprungurnar með það fólk.. kv. Gummi St.