Hvítasunnuhelgin sjálf, stefnan var tekin á Hnjúkinn sjálfan fyrir ferðafélagið, ég er enn með samviskubit yfir því að hafa beðið lausnar úr þeirri ferð, en dáldið hafði fækkað úr hópnum vegna veðurs.
En allavega héldum við pabbi og Þórhallur austur í Berufjörð og klifum Stöng. Talað er um það í gömlum Ísalp ritum að fjallið hafi verið klifið 1985. Heimafólk var ekkert sérstaklega hrifið af áformum okkar á Djúpavogi þegar við kváðum hvað stæði til. En allt gekk þetta vel og tindurinn var mun auðveldari en ég hafði gert ráð fyrir. Smá klettabrölt og skildi ég eftir sling á toppnum til niðursigs.
Veðrið var ágætt, og rofaði til akkúrat þegar við komum á toppinn.
Valgerður skrifaði þann 19.05.2008 Klukkan 20:43
Þetta er hrikalegt að sjá!!! Betra að hafa jafnvægið í lagi. Gaman að sjá myndirnar