03.07.2007 - Klettaklifur

Klettaklifur festival

Klettafestival Ísalp var haldið hvítasunnuhelgina 25-28 maí á Hnappavöllum. Við skelltum okkur að sjáfsögðu austur spenntir og góðir. Á laugardeginum fór Gummi hinsvegar á Hvannadalshnúk með FÍ á meðan klifruðu Addi, Óðinn og Dabbi. Veðrið var þó frekar misjafnt og skruppu þeir 3 í bíltúr til Hafnar í sund með smá myndastoppum hér og þar. Á sunnudeginum var Gummi mættur með á Hnappavellina og klifruðum við eitthvað smá, en mjög lítið þó þar sem það var frekar kalt og svo byrjaði að blotna.

Dabbi, Óðinn og Addi fóru svo í Gerðuberg með Fríðurnar sínar laugardaginn 23. júní. Gummi var þá í Kaldadal að koma sér í einhver bölvuð vandræði, og komst ekki nærri því allt sem hann ætlaði sér, meira um það seinna.

Við erum að undirbúa ferð okkar til Kalymnos sem verður farin 14. júlí, en þá verður reynt að taka vel á því í steikjandi hita.

Myndir


Þín skoðun

Arnar fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 03.07.2007 Klukkan 09:15

Mig minnir nú Gummi minn að þetta hafi heitið stigið milli stuðla ekki stigi milli stuðla ;) ein og má sjá á myndinni hérna neðst þá á nafnið vel við leiðina.

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 03.07.2007 Klukkan 10:13

en hvað... langar þig ekki í veggspjald með fyrstu myndinni ?

Armar fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 03.07.2007 Klukkan 14:35

Ég held að það mundi svo sannalega gera mikið fyrir egóið að hafa svona sæta mynd af mér heima uppá vegg, þar sem sama hverssu ljótur ég get gert mig á myndum þá kemst ég aldrei nálgæt Óðni í raunverulegu lífi ;)

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu