16.08.2007 - Klettaklifur

Kalymnos

Kalymnos er eyja í Gríska hafinu rétt vestan við strendur Tyrklands. Þessi eyja hefur þá sérstöðu að vera ekki túristastaður, heldur hafa nánast eingöngu klifrarar uppgvötað hana sem slíka og sækja mikið þangað. Munurinn á t.d. Rhodos sem er þarna rétt hjá er gífurlegur. Í Rhodos er verðlagið margfallt hærra, alveg sama hvort um sé að ræða mat, hótel eða hvað sem er. Einnig þar sem þetta er mjög lítið samfélag og þekkja nánast allir alla.
Vegna þessarar sérstöðu er mjög afslappandi að koma þangað, manni líður vel, öruggum og algjörlega afslöppuðum. Veitingastaðirnir eru mjög ódýrir og eru margir hverjir reknir af fjölskyldu sem jafnvel býr í sama húsi. Auðvitað eru fínir veitingastaðir þarna líka og eru þeir hræódýrir. Til dæmis get ég nefnt að við fórum á einn fínan stað, pöntuðum okkur allir flottustu steikina, tókum dýrustu rauðvínsflöskuna sem til var og allt kostaði þetta um 1500 kr. íslenskar á mann. Fyrir þennan pening er rétt hægt að fá sveittan hamborgara í hádeginu á sunnudegi.

Við fórum í tveggja vikna klifurorlof. Flugum til Rhodos á laugardegi, og á sunnudegi vorum við komnir á staðinn. Við klifruðum alla virku daganna nema einn, en þá skelltum við okkur í köfun. Helgina á milli fórum við í helvíti öfluga djammferð til eyjarinnar Kos sem er næsta eyja við og tekur ekki nema um 30 mín. að fara þangað með hraðferju.

Klifrið gekk bara vonum framar hjá okkur, enda erum við ekki orðnir neitt góðir klettaklifrarar. Byrjuðum á rólegri endanum og færðumst síðan útí erfiðari leiðir. Erfiðasta leiðin sem við klifruðum var 6b eða 6b+ og viljum við segja að það séu efri mörk okkar getu eins og við erum í dag.

Þessi eyja er alveg ótrúlega skemmtileg, við leigðum okkur bara vespur til að komast á milli staða, það kostaði varla neitt, hótelið okkar var alveg við sjóinn og á besta stað hvað klifrið varðar, en hótelið heitir Plaza og er í bæ sem heitir Missouri.

Vona að þið njótið myndanna.

Myndir


Þín skoðun

Sunna Hlín skrifaði þann 16.08.2007 Klukkan 23:12

Flottar myndir !!! :D

Ágúst Kr. (Ísalp) fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 25.09.2007 Klukkan 09:53

Frábærar myndir, ætlið þið að minnast á þetta á Ísalp síðunni eða þarf ég að gera það? Þetta er geðveikar myndir sem Ísalpar þurfa að sjá.

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::