Við fórum í tveggja vikna klifurorlof. Flugum til Rhodos á laugardegi, og á sunnudegi vorum við komnir á staðinn. Við klifruðum alla virku daganna nema einn, en þá skelltum við okkur í köfun. Helgina á milli fórum við í helvíti öfluga djammferð til eyjarinnar Kos sem er næsta eyja við og tekur ekki nema um 30 mín. að fara þangað með hraðferju.
Klifrið gekk bara vonum framar hjá okkur, enda erum við ekki orðnir neitt góðir klettaklifrarar. Byrjuðum á rólegri endanum og færðumst síðan útí erfiðari leiðir. Erfiðasta leiðin sem við klifruðum var 6b eða 6b+ og viljum við segja að það séu efri mörk okkar getu eins og við erum í dag.
Þessi eyja er alveg ótrúlega skemmtileg, við leigðum okkur bara vespur til að komast á milli staða, það kostaði varla neitt, hótelið okkar var alveg við sjóinn og á besta stað hvað klifrið varðar, en hótelið heitir Plaza og er í bæ sem heitir Missouri.
Vona að þið njótið myndanna.
Sunna Hlín skrifaði þann 16.08.2007 Klukkan 23:12
Flottar myndir !!! :D
Ágúst Kr. (Ísalp) fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 25.09.2007 Klukkan 09:53
Frábærar myndir, ætlið þið að minnast á þetta á Ísalp síðunni eða þarf ég að gera það? Þetta er geðveikar myndir sem Ísalpar þurfa að sjá.