06.03.2007 - Ísklifur

Rubber chicken

Áfram héldum við í Teitsgilinu um helgina þrátt fyrir að við vorum allir eitthvað hálf slappir, Gummi búinn að vera veikur síðan á festivalinu, en við skelltum okkur samtsem áður í Teitsgilið við Húsafell og tókum aðra leið.

Það var eins gott að við ætluðum að hita upp á einni auðveldri leið því þegar við vorum lagðir af stað í leiðina var greinilegt að eitthvað amaði að okkur. Addi hætti að leiða eftir næstum hálfa leiðina, hann einfaldlega hafði ekki orkuna sem til þurfti í þetta. Óðinn var því fenginn í verkið og kláraði samt með því að þurfa að hengja sig aðeins til hvíldar. Hann kom síðan upp tryggingu uppi og tók okkur Adda upp. Við vorum svo gjörsamlega ónýtir að við skiptumst á að klifra uppað næstu skrúfu og hengdum okkur í þær meðan við biðum. Mér hefur aldrei liðið svona asnalega í klifri áður, en við vorum svo slappir að við skiptumst eiginlega bara á að klifra og grenja...

Við hlógum samt mikið af þessu hjá okkur, og ákváðum að við færum sennilegast ekki veikir í ísklifur á næstunni...

Leiðin sem við fórum ákváðum við nafnið RubberChicken, því að þessu sinni vorum við með gúmmíhænuleikfang meðferðis, það klikkaði þó að taka myndir af henni sjálfri í klifrinu, en við redduðum því þegar við komum að bílnum.

Myndir


Þín skoðun

Gísli Hjörleifsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 08.03.2007 Klukkan 15:20

Já ! Ánægður með ykkur. Flott leið !

Anna Systa skrifaði þann 18.03.2007 Klukkan 23:06

arrrrrgggggg... Þið eruð náttla alveg klikkidíklikk... Þið lofið mér að fara varlega ;)

Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 19.03.2007 Klukkan 20:38

Anna... ertu þá að tala um næstsíðustu myndina af bróður þínum? kveðja frá Englandi, Gummi St.

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu