Þessi helgi var ein sú veðurbesta í allan fo##)"! vetur og ætlaði ég mér ekki að láta hana framhjá mér fara! Það var byrjað að plana í miðri viku hvert fara skyldi og var Hvanndalshnjúkur fyrsta targetið... síðan minnkaði ég planið niður í Tindfjöll (Ými og Ýmu). Þangað stóð til að ég, Haffi og Pabbi færum. En á fös. kvöldið bakkaði Haffi út, og á laugardagsmorgunn bakkaði pabbi út.. en ég dó nú ekki ráðalaus og skellti mér bara einn á Syðstu súlu í skaðabætur..
Þetta var ágætis ganga, ég lagði bílnum í Svartagili, og lagði upp þaðan. Ég þurfti að sneiða framhjá gili sem varð á vegi mínum, komast upp klettabelti í jöðrum súlunnar sjálfrar og síðan á toppinn. Þetta er ganga sem krefst mannbrodda og ísaxar, allavega á þessum árstíma, en efst uppi var frosinn snjór og svoldið af ís.
Ég var ca. 4-5 tíma í herlegheitunum, enda stoppaði ég ekki mikið, enda fáir til að bíða eftir...
ég tók fullt af myndum, en örfáar af mér því ég var jú auðvitað bara einn..
Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 04.03.2006 Klukkan 20:59
Það er eitthvað helvítis vandamál með hýsingaraðila síðunnar... php serverinn þeirra er í einhverju fokki... spurning hvort maður fari að skoða einhverja aðra möguleika..
Linda Björk fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 05.03.2006 Klukkan 17:17
flottar myndir ;) hmm hvernig gastu tekið mynd af þér? varstu með þrífót eða
Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 07.03.2006 Klukkan 20:52
Ég setti myndavélina uppá steininn sem er á toppnum... ;)
Linda Björk fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 13.03.2006 Klukkan 21:42
ok.. góður ;)