Jæja, það kom loksins að því að við færum hópferð á einhvern tindinn, og voru það Hrútfellstindar sem urðu fyrir valinu. Þórhallur félagi minn hringdi í mig á fimmtudeginum og spurði mig hvort ég vildi koma með, og tók ég að sjálfsögðu Adda og Óðinn með.
Við fórum á föstudagskvöldinu austur í Skaftafell og gistum þar í tjöldum, eða lögðum okkur réttara sagt, því við gerðum okkur klár kl. 4 og byrjuðum að ganga rúmum klukkutíma síðar.
Við rætur Svínafellsjökul hittum við Ívar sem var farastjóri ferðarinnar, smelltum á okkur bakpokunum og lögðum af stað. Við gengum alla leið uppá Norðurtind, sem er hæstur (1852m), og þaðan fórum við síðan yfir Vesturtind (1756). Gangan upp og niður tók um 14 klukkustundur og voru allir orðnir frekar lúnir þegar við komum loksins aftur að bílunum.
Halldór Jakobsson skrifaði þann 09.05.2006 Klukkan 09:04
Frábærar myndir teknar í stórkostlegri ferð. Takk fyrir samveruna. Gangi ykkur vel í næstu ferðum. Kveðja, Halldór.
Heimir skrifaði þann 09.05.2006 Klukkan 11:11
geðveika veður sem þið fenguð ! :D