26.05.2006 - Fjallamennska

Hlöðufell

Við fórum góður hópur á Hlöðufell á uppstigingardag í frábæru veðri og góðu útsýni. Við keyrðum bara upp að Kaldadal og völdum okkur tind til að fara á. Heitustu valmöguleikarnir voru Geitlandsjökull, Stóra-Björnsfell eða Hlöðufell sem varð síðan að valinu.

Þetta var svona skriðubrölt uppá brún.. svo bara ganga að hæsta punkti. Veðrið lék mjög vel við okkur, við sáum allt frá Vestmannaeyjum að Snæfellsjökli og gott útsýni milli Lang- og Hofsjökuls.

Á leiðinni heim fórum við niður hjá Laugarvatni og var það ansi skrautleg ferð, en þá lentum við í ýmsu... blautum snjósköflum, festum okkur nokkrum sinnum ofl... en það var auðvitað rosalega gaman!

Ég vill þakka þessu frábæra fólki sem fór með okkur fyrir frábæra ferð í alla staði! Ég tók alveg helling af myndum þannig að það tók góða stund að fara yfir þetta og velja einhverjar út til að birta hér.

Myndir


Þín skoðun

Guðrún fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 08.07.2006 Klukkan 01:21

Rosalega er þetta flott síða hjá þér, flottar myndir :o)

Ívar Pálsson skrifaði þann 01.08.2006 Klukkan 10:00

Skemmtilegt og greinargott, takk. Góðar myndir lýsa þessu vel.

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu