25.06.2006 - Fjallamennska

Kirkjufell

Við Addi skruppum á Kirkjufell á laugardaginn. Það var skýjað í bænum og norður að snæfellsnesi, en norðan megin við nesið var hinsvegar algjörlega heiðskýrt og steikjandi hiti eins og við vorum einmitt að vona. Fundum bílastæði hjá einhverjum sumarhúsum og lögðum upp þaðan.

Þetta var svona brölt, og mikið sikksakk í kringum klettana. Við vorum bara með hjálma, en enga línu þannig að við fórum bara rólega í klettanna en prufuðum nú auðvitað smá..

Þetta var ágætis æfing fyrir ferðina mína sem ég er að fara núna eftir mánuð, en ég er að fara til Sviss og ætla að klífa flottan tind þar! en meira um það seinna...

Vorum bara með litla myndavél með okkur, en ætlum að birta nokkrar:

Myndir


Þín skoðun

Gunnar Jónsson skrifaði þann 26.06.2006 Klukkan 12:35

Frábærar myndir hjá ykkur (eins og alltaf ) þetta fjall er einmitt á dagskrá hjá Tindatum og ekki slæmt að geta leitað til ykkar um upplýsingar þegar við látum til skarar skríða. Bkv Gunnar

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 26.06.2006 Klukkan 19:50

Takk fyrir það! Já, endilega spyrja ef eitthvað er í vafa hjá ykkur... alltaf gaman að geta leiðbeint!

Gunnar Jonsson skrifaði þann 27.06.2006 Klukkan 08:46

Sæll Gummi! Mér datt í hug að segja þér frá heimasíðu bróður míns aj.is hann er að gera mjög skemmtilega hluti sem ég veit að þið hafið áhuga á. kv Gunnar

Ragnheiður Lind Geirsdóttir fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 18.07.2006 Klukkan 23:12

Sæll gummi.. ok ég er ekki alveg viss hver þú ert.. þú alla veganna skrifaðir í gestabókina mín og takk fyrir það :) en ég verð að hrósa ykkur fyrir dugnað að klífa upp kirkjufellið.. þetta er nú ekkert smá.. ég veit það því ég bý hérna á Grundarfirði.. en þessar rústir sem þið sáuð er gamli bærinn sem hét kirkjufell.. bara láta ykkur vita.. en gangi þér vel í sviss.. öfga fallegt þar þú átt eftir að njóta þess...

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu