19.11.2006 - Ísklifur

Ísklifurhelgi

Á laugardaginn fórum við í Glymsgil til að hita aðeins upp fyrir stóra klifrið sem átti að vera á sunnudeginum með nokkrum félögum úr Íslenska alpaklúbbnum! Klifruðum leið sem heitir Krókur (3. gr 60m). Það var mjög fínt klifur í príma aðstæðum, og voru fullt af leiðum þarna sem hægt var að klifra. Áin var hinsvegar ekki frosin, en það hefði svosem verið hægt að stökkva yfir hana sumsstaðar...

Leiðina tókum við í 4 spönnum bara svona eftir hendinni, þægilegt klifur í mjög hörðum og stökkum ís neðst, en hann varð aðeins mýkri og betri eftir því sem ofar dró í leiðina.

Á sunnudeginum mættum við niður í Klifurhús eins og um var rætt, þar beið Gísli einn eftir okkur. Við höfðum heyrt það í útvarpinu að það væri ekki einsuinni fært á Kjalarnes, þannig að við vorum fljótir að hætta við að fara í Hvalfjörðinn. Fórum hinsvegar upp smá leið í Úlfarsfelli sem var annskotann ekki neitt... en það var samt mjög gaman að fá að takast á við svona 2m há kerti í svona blindbil.. heheh smá svona alpaútlit á þessu, en ekkert erfitt..

Myndir


Þín skoðun

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 20.11.2006 Klukkan 08:53

Þetta var náttúrulega bara snilld... Við vorum alveg tilbúnir að stökkva í burtu ef einhverjum mislíkaði við þetta og tæki upp símann sinn... hehe En hvað á maður að gera þegar maður er fastur svona innanbæjar.. það er ekki hægt að binda mann niður?

Óðinn skrifaði þann 20.11.2006 Klukkan 10:56

Öryggisvörðurinn kippti sér ekki mikið upp við þetta. Saug bara pípuna sína og leit á okkur eins og þetta kæmi honum ekkert á óvart ;)

bb skrifaði þann 21.11.2006 Klukkan 15:20

bara forvitni hvað er pointið með rauðu línunni?

Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 21.11.2006 Klukkan 16:07

Tryggðum í hana líka, það bara sést ekki á þessum myndum. kk. Gummi St.

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu