Við Þórhallur og Örlygur fórum fyrir fögrum og fjölmennum hópi félaga í Ferðafélagi Íslands á Þverártindsegg þessa helgi ásamt aðstoðarfarar- og línustjórunum Einari Þórhallssyni og Jóni Helga Guðmundssyni.
Farið var upp frá Eggjardal undir botni Kálfafellsdal í suðursveit og tók gangan samtals rétt tæpa 10 tíma.
Veðrið var með besta móti, sjóðheitt í dalnum í glampandi sól og tilheyrandi útsýni, greinilegt að veðurguðirnir hafi vitað af okkur og þessum merkilega áfanga sem ferðin markaði og sýnt rausn sína í því tilefni.
Leiðin er frekar stutt, en brött. Mig minnir að göngulengdin sé milli 4 og 5km en gönguhækkunin sé um 1400m. Endilega skrifið athugasemd og leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
Hér má lesa frétt Ferðafélagsins um ferðina
ATH!, ég bætti við myndum frá Jóni Helga við að neðan.
Arnar fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 19.05.2009 Klukkan 10:34
Úff.. hefði alveg verið til í að vera með þarna. Farin að sakna þess verulega að fara á þessi stóru fjöll ;) Ég létt mér þó nægja að kíkja í Gerðuberg í topp veðri sem var mjög fínt :P
Valgerður Rúnarsdóttir skrifaði þann 19.05.2009 Klukkan 10:47
Frábærar myndir ! takk fyrir þetta Guðmundur, alveg einstök ferð. Enn í skýjunum.