17.08.2010 - Klettaklifur

Klettar 2010

Þó svo að Gummi hafi verið með eindæmum flottur á því og skellt sér í alpana þá létu Arnar, Óðinn og Einar ekki sitt eftir liggja. Búið var að vera heitt og gott hérna heima á klakanum og var góða veðrið vel nýtt í klettaklifur á suður- og vesturlandi. Kíkt var í Stardal, Gerðuberg, Pöstin og Valshamar auk þess var Svarti turninn endurtekin.

Hámark Gummalausudagana var þó hinn glæsilegi Rauði Turn í Búhömrum (5.9 45m) sem okkur er búið að langa að klifra í dágóðan tíma. Leiðin er með eindæmum skemmtileg og falleg, upp flottan hrygg austan við Svarta turninn.

Rauði Turininn eru 2 spannir og byrjar leiðin á smá krefjandi klifri upp í fyrsta stans en léttist eftir það. Í seinni spöninni er svo skemmtilegt yfirhangandi þak sem fékk einn leiðangursmanninn til að snúa við vegna lofthræðslu enda getur hausinn stundum verið að flækjast fyrir þegar hátt er niður.

Í september verður svo tekið viku stopp á Kalymnos en meira um það síðar.

Myndir


Þín skoðun

AB fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 17.08.2010 Klukkan 21:43

Margar frábærar myndir!

Jón Helgi Guðmundsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 31.08.2010 Klukkan 15:09

Nú eigið þið myndavél líka

Óðinn fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 01.09.2010 Klukkan 10:20

Já það er stundum erfitt fyrir Gumma að vera á mörgum stöðum í einu.

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu