"Uuuu... heyrðu..." ég sá þvílíka glottið á honum Adda þegar við vorum að fara að klæða okkur upp til að kíkja á ísklifuraðstæðurnar í Þórisjökli og um leið að klára tindinn sjálfann... Þar stóð Addi, kominn í jakkann og flíspeysuna sína og stendur hálf illa gerður og segir "Ég gleymdi skónum mínum, og ég er víst bara með þessa sandala !"
Ég hef sjaldan eða aldrei leyft nokkrum manni að lækka jafnmkið í áliti hjá mér í einu og þarna ! Við ákváðum þó að gana í áttina að "birkitrénu" en það er ísklifurleið á norðvesturhluta fjallsins. Það endaði auðvitað með því að við fórum alveg uppað því, og skoðuðum og mynduðum. Það var svona alveg að komast í aðstæður, alveg hægt að berja sig upp án mikilla láta, en ekki þykkur ís.
Þvínæst var litla dýrið orðið frekar tákalt, enda var snjórinn svoldið duglegur að safnast fyrir undir sokkunum hjá stráksa. Hann hélt því niður og ég hélt upp. Ég kunni ekki við að klifra upp tréð sjálft, en fór upp mjóann gamlan skriðjökul við hliðiná í staðinn. Fór uppá topp og kom svo styttri og auðveldari leið niður.
Veðrið var alveg ótrúlegt, ekki ský á himni yfir öllu landinu eins og það lagði sig! Enda sást vel yfir allar trissur, og sást meiraaðsegja vel í Snæfellsjökul sem er í um 150 Km fjarlægð.
Jökullinn sjálfur efst á Þórisjökli getur varla talist skemmtileg ganga, en hún er löng og mjög aflíðandi, bara fastur 15-20° halli meira og minna.
Arnar Jónsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 24.10.2006 Klukkan 19:04
Jams.. flottur skóbúnaður. Svona er þegar menn eru að flýta sér of mikið útum hurðina og taka allt nema það mikilvægasta hehe.. Þetta var allavegana köld ganga fyrir táslurnar mína :P
Berglind sætust í heimi fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 25.10.2006 Klukkan 19:40
hehehehe! já hann addi er ágætis grey;)
Óðinn skrifaði þann 26.10.2006 Klukkan 19:46
Hahaha ef Addi gæti gleymt sjálfum sér þá væri hann búinn að því ;)
Valli fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 31.10.2006 Klukkan 00:12
Addi er náttúrulega okkar íslenska útgáfa af Taj úr Van wilder ;)
Einar Japani fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 31.10.2006 Klukkan 12:13
Já það er rétt að hann er stundum svolítið utanvið sig þessi svokallaði frændi minn hann Arnar, hann myndi gleyma hausnum á sér ef að hann væri ekki límdur á hann.