Smelltum okkur í múlann, komum inní Rísanda eftir fyrsta haft, og klifruðum eitthvað smá þar og sigum svo niður og skelltum okkur vestar þar sem Stígandi var í notkun. Við fórum þá inní dótaland eins og það á víst að heita þarna hægra megin við stíganda. Klifruðum smá leið sem heitir Botnlanginn (3-4 gr. 25m há). Þetta var fremur auðveld leið og því ákjósanlegur kostur fyrir frumraun Óðins í leiðsluklifri, en hann tók sína fyrstu leiðslu þarna. Þegar upp var komið var tekinn upp aftur gamall siður að opna bjór á toppnum og var það alveg geggjað!
Ísinn er mjög skemmtilega frosinn þar sem hann frýs gjörsamlega lárétt útfrá berginu sem gerir klifrið mjög spes.. hehe en sumar leiðir verða frekar erfiðar við þetta (t.d. Rísandi, neðsta haftið... sá samt leið í gegnum þetta sem var ekki tekið vel í..)
Klifruðum alveg uppá topp og gengum síðan niður gilið austan megin við Rísanda.
Arnar fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 02.12.2006 Klukkan 17:52
Góða við að hafa þessar regnhlýfar þegar maður fylgir, er það að maður gat vel skílt sér fyrir ís hruninu undir þeim hehe.. (og vona að þær komi ekki niður með regninu hehe) og jams.. mikið var nú bjórinn góður ;)
Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 04.12.2006 Klukkan 22:57
hehe.. já við vorum alveg á kafi í botnlanganum... en náðum sem betur fer að komast uppúr honum...