10.12.2006 - Ísklifur

Glymsgil 9. des.

Vaknað var snemma á laugadagsmorgni og ákveðið að skella sér í smá ísklifur ljósmyndaferð. Við höfðum nefnilega boðið vinn okkar Davíð sem langaði að koma og ljósmynda okkur í klifri kvöldið áður. Stefnan var tekin á Glymsgil, sem er náttla rómað fyrir sína margbrotnu fegurð. Er þangað var komið var áin lítið frosin og ekki hægt að komst neitt innnar í gilið svo við skelltum okkur bara í Krók sem var í hinum fínustu aðstæðum.

Myndir


Þín skoðun

Ívar skrifaði þann 11.12.2006 Klukkan 09:07

Þegar ég var á svipuðu stigi og þið í klifrinu var sú ákvörðun tekinn að hætta að nota fifi krók (lítill krókur sem hékk í beltinu og var notðaður til að festa sig í öxina svo maður gæti hangið meðan verið var að setja inn skrúfu (kallast víst að svindla í dag)). Núna eruð þið búnir að losa ykkur við fetlana, þóunin er hröð en þetta fer allt í rétta átt, meira frelsi => betra klifur! Frábær síða hjá ykkur! Takk fyrir það!

Jökull Bergmann skrifaði þann 12.12.2006 Klukkan 12:20

Tek undir með Ívari að þetta er frábær heimasíða og gott framtak. Ég fylgist spenntur með frekari fréttum af Fjalla tíminu....... Klifur kveðja Jökull

Anton örn fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 13.01.2011 Klukkan 14:46

Þetta er mjög áhugaverð síða hjá ykkur mun koma við oftar hérna í framtíðinni... Flottar myndir sem þið eruð að taka

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu