28.12.2011 - Fjallamennska

Skessuhorn

farin á mánudaginn, 26. des (annan í jólum). Þetta fer að verða mikilvægur hluti af jólahátíðinni en afsökunin fyrir að halda átinu áfram er auðfenginn á þessum tind.

Þrír ferðalangar fóru þetta skiptið, Arnar, Gummi og Jón Helgi. Héldum af stað frá Horni um ellefuleitið. Sáum tindinn blasa við okkur í byrjun ferðarinnar en svo komu úrkomuský yfir og sendu yfir okkur haglél á stærð við bláber, jólasnjó og smá vind af og til sem sá um að blása þessu upp.

Færið var með erfiðari móti núna, en það var svoldill snjór yfir klettunum og ekkert hald undir þeim. Við fylgdum hryggnum nokkuð stíft uppfyrir hálfa leið og þegar ekki var hægt að þurrspóla þetta lengur vegna festuleysis fórum við að þræða nokkur höft í auðveldari þrep þangað til að á toppinn var komið. Íshaftið sem maður fer yfirleitt alveg efst var bara frosinn mosi og húkk þetta skiptið.

Veðrið var bara nokkuð gott en skyggnið ekkert sérstakt. Ca. 11 stiga frost og ekki nema svona 5 m/s í vindhraða á hryggnum, en í aðkomunni var svona 15 m/s.
Fengum á okkur myrkur þegar við vorum komnir niður í skálina vestan við tindinn og komnir í hnédjúpan skafsnjó á jafnsléttunni. Það kom kannski mest á óvart hve lítill snjór var í fjallinu sjálfu, en hann var trúlegast allur fokinn í buskan.

Myndir


Þín skoðun

Andri Sveinsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 29.12.2011 Klukkan 10:56

Hefði verið gaman að fara með. Vesen að vera með nýfædd barn heima :)

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu
Statistics
Helgidagur: Annar í jólum
Leiðir í grein