19.04.2007 - Fjallamennska

Miðfellstindur

Það hlaut að koma að því að maður tæki fram gönguskóna í stað ísklifurskóna!

Við skelltum okkur 4 austur í Skaftafell á páskadagseftirmiðdegi, ég, pabbi, Þórhallur og Olli. Við gistum í Bölta (skáli fyrir ofan tjaldstæðið í Skaftafelli) vöknuðum kl. 5.30 og fengum okkur að borða og gengum af stað. Gengum inn Morsárdalinn og yfir Morsána þar sem hún kemur úr jökullóninu. Verst að brúnni hafði skolað niður ána þannig að við þurftum að vaða yfir hana og hún var nú svona í kladara laginu, enda að koma beint undan jöklinum.

Eftir hressandi jökulárvað komum við svo loksins að brekkunni innarlega í dalnum. Mjög flott útsýni er þarna, sérstaklega þegar maður fer að hækka sig upp. Við gengum þarna uppeftir, fórum uppá hrygginn undir Þumli og inná jökul. Ýmislegt hefði mátt fara öðruvísi í leiðavalinu hjá okkur en það er auðvitað alltaf gott að vera vitur eftirá..

Myndir


Þín skoðun

Arnar Jónsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 19.04.2007 Klukkan 01:30

Flottar myndir.. bara synd að manni var ekki boðið með ;)

Gummi Stóri fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 19.04.2007 Klukkan 16:16

Hehe... já.. það er ekki pláss fyrir svona feita bjórdrykkjumenn eins og þig í svona alvöru ferðum !

Gísli Hjálmar Svendsen skrifaði þann 21.04.2007 Klukkan 13:49

Úppppssss ... þetta er ekki fallega sagt um félaga sína Gummi :)

Óðinn skrifaði þann 21.04.2007 Klukkan 21:47

Hehe það ríkir mikil ást í þessum hópi :p

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 22.04.2007 Klukkan 14:14

hehe... já, ég held að ef við myndum ekki vera að gera grín af hvor öðrum og uppnefna hvorn annan. Sérstaklega í ferðum, að þá er eitthvað að !

Arnar Jónsson fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 22.04.2007 Klukkan 20:06

Shit já.. Svipa og með kellingar (sem þeir báðir eru) þá veistu að eitthvað virkilega mikið er að þegar þær hætta að nöldra og jagast í þér ;)

Sesselja fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 02.05.2010 Klukkan 16:04

Vá, flottar myndir af kunnuglegum slóðum. Gaman væri að fá sendar myndir. Takk fyrir góða fararstjórn. Sesselja

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu