14.05.2007 - Ísklifur

Ís-bouldering

Við strákarnir getum auðvitað ekki verið íslausir í mikið meira en mánuð í senn þannig að við ákváðum að skella okkur í smá Ísbíltúr í Gígjökul. Það var fínt veður, við lögðum bara af stað laust fyrir hádegi 4 saman. Gummi og Halli bróðir hans, Addi og Óðinn. Við tókum að sjálfsögðu með myndavélina og nýju axirnar sem eru mjög skemmtilegar í svona leikaraskap.

Gígjökullinn er gjörsamlega að verða að engu! og neðst í honum eru nokkrir 2-5 metra ísklumpar og önnur skemmtilegheit sem er hægt að leika sér í. Það eru ekki mjög góðir æfingaveggir þarna núna eins og var t.d. fyrir 18mán. síðan heldur bara smá 8m veggir sem eru þó vel brattir en maður nennir takmarkað að vera hangandi í svona stuttu klifri þannig að við ákváðum að prufa svona Ís-boulder sem var bara mjög skemmtilegt, en frekar hættulegt auðvitað, allvega svona í þunnu dóti.

Allavega að þá er þetta skemmtileg tilbreyting, en passið að fara með öllu að gát þar sem ísinn er mis-traustur eins og við fengum að sjá þegar ísklumpur sem einn okkar hékk í brotnaði niður.

Myndir


Þín skoðun

Arnar fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 14.05.2007 Klukkan 09:23

Svaka fjör.. nema ísinn var með svona 20cm frauð utan á sér, og ef við reyndum aðeins á höldin þá bara brosnaði allt saman ;)

Óðinn skrifaði þann 14.05.2007 Klukkan 09:51

Note to self: Taka með boulder dýnur næst!

Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 14.05.2007 Klukkan 11:20

ekki slæm hugmynd það

Arnar fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 14.05.2007 Klukkan 20:03

Það yrði ekki langlíf dýna hehehe..

Ágúst Þór skrifaði þann 17.05.2007 Klukkan 17:56

Hey dudes, ekki gleyma hjálmunum. Sérstaklega þegar verið er að klifra í svona drasl ís, þá er hættara við því að axirnar hrökkvi út og lendi í enninu. Climb on. Ági

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu