Góðveðurshelgina 18-20 apríl fórum við pabbi og Þórhallur í ferð austur í Suðursveit í fjallaferð. Í þessari ferð var áætlunin að taka eina 3 tinda með stæl og halda svo montnir heim á leið.
Fyrsta daginn var stefnan tekin á Snæfell-syðra sem er norðar á sama fjallahrygg og Þverártindsegg. Í bókinni 151 tindur er leið lýst upp Miðfellið úr Kálfafellsdal og þar áfram eftir hrygg uppá sjálft Snæfellið. Þessi leið reyndist vera ófær og eftir miklar uppflettingar og athuganir í gömlum ritum komumst við að því að það hafði verið reynt áður án árangurs.
En burt séð frá því að daginn eftir fórum við svo á Birnudalstind, sem er fremst í Kálfafellsdal og skilur það frá Skálafellsjökli. Þangað er gengið inn Birnudalinn frá Staðardal. Þetta er mjög flott svona "mini-alpaleið" þar sem flottir tindar Kálfafellsfjallanna skaga uppúr landslaginu. Þetta var ágæt dagleið, og í þessu færi sem við vorum í var eins gott að við vorum á snjóþrúgum.
Þegar á toppinn sjálfan var komið brá mér frekar í brún hve ofsalega flott útsýni og alpaumhverfi umlykur þennan tind. En ég ætla ekki að flækja þetta neitt frekar, ég er auðvitað búinn að sannfæra alla um að fara þangað upp, enda með flottari tindum landsins!
Viðauki:
Tilraun við Snæfell um Miðfell:
Við reynum þann 18. apríl að klífa Snæfell með að ganga upp Miðfellið eins og lýst er í bókinni Íslensk fjöll en það gekk ekki vel. Mjög laust berg er í þessu fjalli og tindar uppúr því eru mjög margir og brattir þannig að uppganga um Miðfell reyndist ekki vera möguleg. Hér eru nokkrar myndir frá þeirri för:
Sveinborg skrifaði þann 14.05.2008 Klukkan 14:50
heyrðu alveg geðveikar myndir. skrifaðu endilega grein strákur! þarf ekki að vera löng, og sendu á þá í ritnefnd!
Leifur Hákonarson skrifaði þann 12.04.2012 Klukkan 15:09
Flottar myndir. Áttu mynd sem sýnir Vatnsdalinn allan, frá vinstri til hægri? Eggjardalurinn frestar ekki fyrir "töku 2" á Snæfell - en sá hluti Vatnsdals sem sést á myndinni hér að ofan gerir það ekki heldur ...