28.05.2008 - Fjallamennska

Lyngbrekkutindur

Þessi helgi var tekin á Vatnajökli, en ekki í eurovision! Enda mun betra veður á jöklinum en fyrir framan sjónvarpið eða úti. Hitinn mældist 18°c við Esjufjallaskála og til samanburðar var aðeins 17°c hiti á Barcelona !
Allavega að þá var okkur Þórhalli skutlað inn í botn Kálfafellsdal þar sem við gegnum upp brekkurnar austan við Brókarjökul. Við gengum upp brekkuna þar sem svo leiðinlega vildi til að grjót rann af stað undan mér og ég féll með hnéð utaní skriðuna. Þetta slapp nú alltsaman ótrúlega og eftir að Þórhallur vafði mig duglega með sárabindinu gat ég loksins drösslast af stað aftur þó hægt færi. Hinumegin í dalnum var hópur að ganga á Þverártindsegg frá fjallaleiðsögumönnum, þeir fóru austan megin upp og bráðum eru Ísalp að ganga upp og var ég að benda þeim á austurleiðina þar sem ég tók mynd af henni hér

Hækkunin uppá brún Vatnajökuls eru rétt tæpir 1000m ef ég man rétt og við bárum skíðin þangað upp og gengum svo á þeim eftir jöklinum í átt að Snæfelli. Félagar okkar, þeir Knútur og Ragnar voru með í för sem skutluðu okkur inn Kálfafellsdalinn og keyrðu svo með vélsleðanna sína uppí Jöklasel og keyrðu svo um jökulinn með leiðsögn frá björgunarfélagi Hornarfjarðar.

Allavega að þá hittum við þá rétt vestan við bollan þar sem Brókarjökull brotnar niður, þar tók ég skinnin undan skíðunum og Knútur dró mig af stað og ég skíðaði niður brekkuna framhjá Karli og Kerlingu og svo dró hann mig upp brekkuna að Snæfellinu sjálfu, geggjað að nota þessi fjallaskíði, algjör snilld að geta notað klifurskóna í þetta allt, fjallgöngur, gönguskíði, svigskíði og ísklifur. Ég notaði þá í þetta allt í þessari ferð því ég klifraði upp í hlíðar Snæfells og þurfti að tryggja mig í örstutt kletta/ís(frauð) haft... En allavega að þá fór ég ekki alveg uppá topp því við ákváðum að snúa við þó ég sjálfur átti ekki nema svona 20m eftir og var búinn með það erfiðasta, ég hugsa enn um það í dag hvers vegna ég andskotaðist ekki bara þarna upp!

En eftir þetta var klukkan orðin áliðið og við ákváðum að brenna á sleðunum í Esjufjöll og Knútur eðalgrillari sá okkur fyrir meistaragóðum steikum! Eftir smá rökræður vegna góðs veðurs var þó ákveðið að borða inni.

Á sunnudaginn var engin smá hiti og fórum við Þórhallur á Lyngbrekkutind á meðan Knútur og Raggi skelltu sér í sleðaferð á Öræfajökul og Mávabyggðir. Það var svo heitt hjá okkur að þó ég væri kominn úr að ofan lak þó af mér svitinn! Þegar á toppinn var komið lagðist ég niður í sólbað og slakaði aðeins á. Stuttu eftir að við lögðum af stað niður sáum við þá félaga koma til baka og voru þeir aðeins á undan okkur. Þegar við komum aftur niðrí skála höfðu þeir tekið út dýnurnar og látu þar eins og úlfaldar á nærbuxunum einum deyjandi úr hita! Við ákváðum að leggja okkur aðeins í hádegissólinni og kl. 15 ákváðum við Þórhallur að ganga niður Breiðamerkurjökulinn á skíðum á meðan þeir tóku dótið, keyrðu til baka og taka á móti okkur fyrir neðan jökulinn.

Gangan niður jökulinn var mun lengri og erfiðari en við gerðum ráð fyrir, en í 18°c hita á jökli má búast við smá bráðnun og lentum við fyrst í smá sprungusvæði vegna fáfræði, en þar tók svo við krapapyttir fyrir neðan þar sem snjórinn var farin að bráðna af krafti. Samtals tók niðurgangan um 6 tíma og vorum við alveg búnir á því eftir að hafa skíðað, stundað skíðasund og bleytu sem endaði auðvitað bara á hreinum ís síðustu kílómetrana.

Eða með öðrum orðum: Þetta var geggggjuð helgi... fullt af myndum og takk fyrir mig!

Myndir


Þín skoðun

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu