31.08.2010 - Klettaklifur

Hnappavellir

Þrátt fyrir fínt klifur í sumar, hafa Hnappavellir ekki verið heimsóttir fyrr en nú. En Arnar, Óðinn, Dabbi og Einar bættu upp fyrir það nú um helgina.

Eftir að hafa rýnt í veðurkortin dagana fyrir helgi var ákveðið að loksins væri tækifæri og tími til að kíkja á Hnappó. Á föstudeginum var svo öllu hent í bílinn og brunað austur til Mekka. Eftir bíltúrinn komum við í góðu tunglsljósi rétt uppúr 1 og settum tjöldin niður. Smökkuðum við svo allir vel á eðal viskínu sem Arnar hafði með sér og þaðan var haldið beint í háttinn. Morguninn eftir komust við svo að því að spáin hafði svo sannlega ekki svikið okkur.
Morgunmaturinn var svo borðaður í hinni svakalega flottu Tóft sem er núna tilbúin og hún eykur svo sannarlega lífsgæði Hnappavallagesta. Núna er semsagt komið eðal skjól með nógu plássi til að athafna sig í köldum vindum og rigningu sem virðast svo oft loða við þetta frábæra svæði. Við tökum ofan fyrir öllum þeim sem komu að þessu frábæra framtaki.

Hingað til hafa allar okkar Hnappó ferðir ekki verið nógu vel nýttar. Stemmningin, veðrið og almennt klifurform hefur oft á tíðum verið nokkuð lágt og því hefur okkur aldrei tekist að klifra almennilega á svæðinu. Hinsvegar var þar breyting á núna en veðrið var frábært, stemmingin var ótrúlega afslappandi og klifrið hreinn unaður. En allt þetta leiddi til að loksins náðist að brjóta hnappó 5.8 redpoint múrinn sem hefur ótrúlegt en satt, reynst okkur mikið mál að komast yfir og því mikill þyrnir í síðu okkar.
Arnar náði loksins að klára erki óvin sinn Argasta snilld meðan Óðinn gerði gott betur og náði að klára Argasta snilld og Mónu lísu. Eftir góðan klifurdag og auma fingurgóma var að sjálsögðu skellt sér í sorp sund í Svínafelli og þess næst grillaðir eðal borgarar á Völlunum.
Eftir grillið, smá dass af viskí og stuttan kríu blund var haldið á Jökulsárlón þar sem hin árlega flugeldasýning björgunarsveitarinnar á Höfn var haldin í flottu en þó svolítið köldu veðri.

Daginn eftir var svo tekið vel á því, þó að aumir fingurgómar frá deginum áður minntu vel á sig. En þrátt fyrir það náði Óðinn að flasha hina "léttu" 5.7, Í kapp við regnið. Meðan litli maðurinn Arnar lét sér nægja að teygja hvern einasta sentimetra úr sér og þannig loksins að klára skrattan í toprope, þó ekki fyrr en eftir mikið af fúkirðum og nöldri. Þess næst var það bara hádegismatur, tjaldið tekið niður, öllu fleygt í bílinn og brunað í bæinn.

Myndir


Þín skoðun

Eduardo Minte fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 21.10.2010 Klukkan 14:26

Wonderfull place you have there, and as you said you were lucky to be able to do some climbing alone, everyday our favorite sites are getting the attention to "outsiders", and it´s not that bad, we don´t have to be sellfish with earths beatifull´s places. Greetings from Chile!! bye

Óðinn fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 26.10.2010 Klukkan 13:43

Thanks There is plenty of space over here and we weolcome anyone who wants to experience our nature, I guess we're just used to small crowds. I guess it's understandable when we have 300.000 people and 100.000 square km to spare. Greetings to Chile :)

skrifa komment
Nafn:
e-mail:
Vefsíða: http://
Texti:
Summan af
9 og 3::
Kort Hvar á landinu