Þverártindsegg rís hæst fjalla vestan Kálfafellsdal. 2 aðal leiðir eru upp, og er það frá Reynivöllum eins og við fórum, en einnig er hægt að keyra inn Kálfafellsdalinn og ganga upp með skriðjöklinum Skrekk og alveg uppá topp. Sú leið er frekar brött og örugglega mjög skemmtileg. Svo eru auðvitað svona ofurmenni eins og Einar í Hofsnesi og Ívar Freyr sem klifra bara upp Austurvegginn.
Við skelltum okkur 3 austur í suðursveit á föstudagskvöldið, ég Þórhallur og Olli. Gistum á fínum gististað sem heitir Hali, rétt við Kálfafellsdal. Vöknuðum kl. 4 ég sauð mér súpu og græjaði mig og byrjuðum við að ganga um kl. 5. Við gengum frá Reynivöllum, en ég myndi ráðleggja þeim sem stefna á að fara þangað að keyra inn afleggjarann vestan megin við ána!! Annars er alveg hægt að ganga upp austan megin við hana eins og við gerðum..
Sveinborg fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 14.05.2008 Klukkan 14:47
hæ. ég setti inn tengil á þessa síðu af dagskrársíðu ísalp...vona það sé í lagi. svo flottar myndir hér. kv.
Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 20.05.2008 Klukkan 17:17
Ekki málið, tók einmitt eftir því. Athugaðu að þægilegra er að fara vestan megin við ána ef þið ætlið Reynivallaleiðina.. annars hefði maður auðvitað gaman af því að koma með. Ég á líka myndir af tindinum Kálfafellsdalsmegin, þar er þrusuflott leið upp..