Það kom að því að veðrið skánaði aðeins í vor og í tilefni þess skelltum við okkur í Heljaregg í vesturbrúnum Esju. Enn aftur var planið að fara austur í Skaftafell, en veðurspáin slóg það útaf borðinu. Veðrið hér í bænum var hinsvegar með besta móti og skelltum við Addi okkur í Heljaregg þar sem við lásum nú flotta lýsingu á þeirri leið á isalp vefnum í haust.
Við vissum auðvitað ekkert hvað við vorum að fara útí, vorum með helling af klettadóti með okkur, vinasett, 2 hentusett, hexur, fleyga, tri-cams og fylgihluti...
Klifrið reyndist alls ekki erfitt, en leiðin var þó frekar óþægileg fyrir sálarlífið þar sem stundum var langt niður.
Flott nöfn á stöðum eins og "eistnasnýkir" stóð uppúr ferðinni, en það var klettasylla sem ég vildi kalla þessu nafni þar sem örstutt klettaspönn tók við en gott fall báðu megin niður ef eitthvað hefði gerst. Ég ætlaði nú aldeilis að taka á þessu og sannfærði Adda um að taka þessa spönn þar sem ég væri nú búinn að leiða síðustu tvær en þurfti svo aldeilis að éta það ofaní mig þegar næsta spönn reyndist svo töluvert óþægilegri :)
En annars er leiðin ótrúlega flott, alls ekki tæknilega erfið en tekur svoldið á andlega partinn þar sem hátt er niður sumsstaðar, og á einum stað eru léleg tryggingastæði en sem betur fer góð grip í staðinn...
klifra en hér kemur það sem tekið var:
Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 01.07.2009 Klukkan 00:41
Afsakið myndaleysið, erum að vinna að uppfærslu
Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 14.07.2009 Klukkan 12:10
Ný útgáfa er nú orðin virk, vona að allir njóti vel. Einhverjar greinar eru þó með gamla lúkkinu, en það verður lagað með tímanum.