Við fórum 3 félagar úr teyminu í Ísklifurferð í Múlafjall á sunnudaginn! Þetta er í fyrsta skipti sem við reynum fyrir okkur í leiðsluklifri.
Við Addi fórum á föstudagseftirmiðdegi í bíl- og göngutúr á ísklifursvæði Múlafjalls þar sem efsta myndin var tekin, þá sáum við að það voru nokkrar leiðir orðnar nógu frosnar til að hægt væri að klífa þær og ákváðum við að skella okkur þangað á sunnudaginn.
Við byrjuðum bara harkalega, fórum upp alveg helvíti langan vegg, þó hann hafi nú ekkert verið neitt tækniilega erfiður að þá var hann frekar langur sem fyrsti leiðsluveggur. Ég byrjaði að leiða og Addi kom síðan á eftir honum upp og tók út skrúfurnar sem ég setti inn, og gekk það víst eitthvað brösulega hjá honum, fyrst hann "gleymdi" einni... spurning hvort hann hafi bara óvart farið í gegnum tvistinn sem er notaður til að festa línuna við skrúfuna... ??
En þetta gekk upp hjá okkur og við komumst báðir upp, njótið myndanna vel, við módelin höfðum mikið fyrir því að láta taka svona flottar myndir af okkur.... ;p
Arnar fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 15.01.2006 Klukkan 22:43
Hvurslags.. bara verið að gera grín að manni , ég er nú frægur fyrir að vera utan við mig verð að halda uppi þeirri ýmind ;)
Óðinn skrifaði þann 16.01.2006 Klukkan 01:54
Þetta er ekkert smá magnaður andskoti hjá ykkur :) bara byrjaðir í leiðsluklifri og læti
Heimir skrifaði þann 16.01.2006 Klukkan 12:47
Crazy punk! :P
Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 16.01.2006 Klukkan 18:27
Já.. þetta var flott ferð, en mjög þungt færi og maður var líka dáldið smeykur við snjóflóðahættu þarna fyrir ofan vegginn því þar var djúpur snjór í alveg nokkuð brattri brekku.. maður þurfti að búa til hálfgerðan "skurð" í gegnum þetta...
Linda Björk fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 16.01.2006 Klukkan 22:54
Töff myndir ;) greinilega mikið stuð hjá ykkur ;)
Addi Skrúfugleymir fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 17.01.2006 Klukkan 20:58
Já, dísus.. þetta "SKARÐ"!! sem Gummi hjó sig í geggnum bókstaflega rigndi yfir mig, maður var bara eins og Neo í Matrix að stökkva frá kökklum á stærð við bróður minn.
Gummi Stóri.. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 17.01.2006 Klukkan 21:05
hehe.. jamm þetta var bara cool... en þetta var samt risky.. smá klaki undir snjónum og þá hefðiru fengið heilt snjóflóð ofaná þig... og það er stærra en öll familían þín... ;)
Addi fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 18.01.2006 Klukkan 14:19
Já en ég hefði fengið þig ofan á mig líka.. grrr.. ;)
Gummi St. fannst ekki ( Vefsíða ) skrifaði þann 19.01.2006 Klukkan 19:19
uzz... þetta fílaru... þú hefðir sleppt línunni... bara til að fá mig ofaná þig... hehe