Þann 26. júní var farin hátíðsganga á Baulu í uppsveitum Borgarfjarðar, þar sem haldið var uppá að Þórhallur kláraði tindanna. Með í för voru sjálfir höfundar bókarinnar, Ari Trausti Guðmundsson og Pétur Þorleifsson. Fulltrúar frá Útiveru og FÍ ásamt Gumma og pabba.
Þessi grein helst pínu í hendur við þá síðustu sem er um ferð á Sauðhamarstind.
Baula er mjög myndarleg grjóthrúga sem sést nánast allstaðar að úr Borgarfirðinum. Hressandi er að ganga þarna upp og mjög glæsilegt útsýni af toppnum. Við fórum þetta í algjöru toppveðri, algjörlega heiðskýrt og logn. Við stoppuðum í góða stund á toppnum þar sem haldið var uppá það að Þórhallur var á síðasta tindnum.